Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ l LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 41 UMRÆÐAN Tímamót í grunnrann- sóknum á Islandi? Á ÖLDINNI sem er að líða hefur atvinnulíf vestrænna þjóða tekið miklum stakkaskiptum, breyst frá einfaldri nýtingu náttúruauðlinda í flókinn þekkingariðnað sem hvílir að miklu leyti á hugviti og afrakstri rannsókna. Helstu einkenni þessarar þróunar sem blasa við öllum eru upp- lýsingabyltingin og tölvuvæðingin sem eru afleiðing örra framfara í raf- eindatækni. Öll sú tækni hvílir á ein- faldri rafrás, smáranum, sem leit dagsins Ijós árið 1948 og mætti með þessum ríkjum blasir löng og þyrn- um stráð leið til framfara án sinna bestu þegna. í Bandaríkjunum settu báðir stóru flokkamir rannsóknir og þróun á oddinn í nýliðnum forseta- kosningum. Þar hafa mikilvæg ríki á borð við Kaliforníu létt á takmörk- unum á innflutningi menntafólks af ótta við að standast ekki samkeppni í hátækniiðnaði með innlendu vinnu- afli einu saman. Það er eftirtektar- vert að ungir vísindamenn sem nú streyma til Bandaríkjanna koma ekki einungis frá Asíu og austurhluta Evrópu heldur frá löndum á borð við Bretland. Eg hef undanfarin ár tekið eftir viðhorfsbreytingu íslenskra náms- manna í framhaldsnámi til framtíð- arstarfa á erlendum vettvangi. Þrátt fyrir framfarir (og jafnvel byltingu) á flestum sviðum rannsókna og þróun- ar á íslandi og aukins vægis þekk- ingar og hátækni í framleiðslu virðist sem æ fleiri hámenntaðir einstak- lingar geti allt eins hugsað sér fram- tíðarstörf erlendis. Þannig blasir við ný víglína í byggðarstefnu á Islandi. En hvernig bregst þekkingarþjóð- félag við skorti á mannauði? Einung- is með hiklausri sókn í rannsóknum og rannsóknatengdu námi sem ekki ber sýnilegan ávöxt fyrr en löngu eft- ir upphaf sitt, því menntun á flestum sviðum nútímatækni og vísinda er að minnsta kosti tíu ára ferli. Höfundur erformaður Rann- sóknarráðs íslands og prófessor. i^Nýtt - riýtt Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 KafFi §olí Ilafliði Pétur Gíslason gildum rökum nefna uppgötvun ald- arinnar. Það vii'ðist ekki vera tiivilj- un að síðustu Nóbelsverðlaun 20. ald- ar í eðlisfræði voru á dögunum veitt fyrii' þróun arftaka smárans annars vegar og hins vegar hönnun samrása í tölvum. Framtíðin mun eílaust bera í skauti sér samtvinnun tölvu- og erfðatækni, en erfðavísindi eru hvati helstu vaxtarbrodda hátækninnar á síðustu ánim líðandi aldar eins og ís- lendingar hafa orðið vitni að. Senni- Rannsóknir Hvernig, spyr Hafliði Pétur Gíslason, bregst þekkingarþjóðfélag við skorti á mannauði? lega mun ný öld einkennast í jafn rík- um mæli af þróun á þessu sviði og tölvutækni hefur einkennt síðustu áratugi líðandi aldar. Hvernig bregðast svo þjóðir hins vestræna heims við djörfum kröfum þekkingarþjóðfélagsins? í flestum tilvikum með stóraukinni áherslu á grunnrannsóknir sem hafa langtíma- sjónamið að leiðarljósi. Menn reyna að sjá fyrir þarfir þjóðfélagsins á fyrstu áratugum aldaiinnar, mæta væntingum sem hugsanlega hafa ekki enn verið skilgi'eindar. Þetta verður ekki gert nema með menntun þeirra kynslóða sem takast eiga á við verkefnin, vísinda- og tæknimanna framtíðarinnar. Víðast hvar er stórfé varið til þessara framtíðarþarfa, enda eðlilegt þar sem auðlegð þjóð- anna ræðst af því fjöreggi sem menntun þegnanna skapar. Sem bet- ur fer gegnir svipuðu máli um Islend- inga, fjárveitingar til grunnrann- sókna fara vaxandi og í fjárlaga- frumvarpi næsta árs er framlag til rannsókna á háskólastigi og rann- sóknasjóða Rannsóknarráðs íslands aukið myndarlega með væntingum um þríggja ára átak í þessum málum. Vonandi er þetta einungis upphaf- ið að nýjum áherslum á menntun og rannsóknir á Islandi. Það getur ekki verið tilviljun að stórar og smáar grannþjóðir Islendinga hafa flestar valið sömu leið, stórátak í gninn- rannsóknum til að auka eigin viðbún- að við síharðnandi samkeppni um menntaða einstaklinga. Það er ekki víst að allir geri sér Ijóst hversu landamæri skipta litlu máli í þekk- ingarflæði nútímans. Þannig hafa mörg lönd fyrrverandi Eystrasalts- bandalagsins hálftæmst af ungum vísindamönnum, einkum á sviði tækni og raunvísinda, vegna mikillar ásóknar ríkari granna í vestri. Við RIFJAÐU UPP ÁRIÐ 2000 Á mbl.ÍS Á mbl.is finnur þú fréttaannál fyrir árið sem er að líða með úrvali frétta og fréttaljósmynda. pt:'' 'Á —1 I'f frrr. 4, :W l'i \ f*»tn t % V \ fll ■i. "ttýizifrf FRÉTTAANNÁLL Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.