Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 57

Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Tvöföldun Reykjanesbrautar Frá Sigurgeiri Þoi-valdssyni: MIKIÐ hefur verið fjasað um tvö- földun Reykjanesbrautarinnar að undanförnu og vilja margir að framkvæmdir verði hafnar, ekki seinna en strax. En er það nokkur lausn á vandanum; hinum tíðu slysum að undanförnu, þótt braut- in verði tvöfölduð? Þá fyrst geta hinir ungu og ábyrgðarlitlu ung- lingar, sem vart eru vaxnir upp úr leikjum sínum með „Matsboxbíla" og líta enn á alvörubílana sem leik- föng, farið að „kitla pinnann" svo um munar, „gefa í á fullu“ og láta hvína í hjólbörðunum. Nei, slys- unum mundi ekki fækka, þótt Reykjanesbrautin yrði fjórfölduð, á meðan ekki er hægt að koma því inn í höfuðið á fólki, að eina ráðið til að koma í veg fyrir slysin, er að aka örlítið hægar og einbeita sér betur að akstrinum. Hraðinn og tillitsleysið í umferðinni, hvar sem er á landinu, á mestan þátt í hin- um fjölmörgu slysum, sem verða á ári hverju. Haldið þið virkilega, landsmenn góðir, að aldrei mynd- aðist hálka eða hálkublettir á nýju brautinni, sem yrði þess valdandi að bílar færu þversum á veginum og rynnu í veg fyrir aðra, sem færu í sömu átt, kannski með skelfilegum afleiðingum? Ég bara spyr í fávisku minni! En þótt ég sé ekki alvitur, vaknaði hjá mér prýð- is hugmynd, einn góðan veðurdag, sem felst í því, að koma fyrir veg- legum hindrunum á núverandi Reykjanesbraut, með 1 km milli- bili, á leiðinni frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Þetta yrðu samtals 30 hindranir. Auðvitað yrðu þær að vera vel merktar, á fleiru en einu tungumáli, til að koma í veg fyrir að ókunnugir brytu allt undan bíl- um sínum, með því að aka óvar- lega yfir þær. Vitanlega mætti fækka hindrununum niður í 15, með því að hafa 2 km á milli og jafnvel 10, með því að hafa 3 km á milli. En þótt þær yrðu ekki fleiri en það, mundu þær valda því, að hraðinn minnkaði verulega og slysum fækkaði til muna. En að vísu mundu þessar hindranir skapa einhver vandamál, sem fæl- ust aðallega í því, að þegar mikill snjór væri á brautinni, ættu stjórnendur snjóruðningstækja erfiðara með að komast hratt áfram og yrðu að hægja verulega á ferðinni við hindranirnar, sem merkja mætti með blikkandi ljós- um, sitt hvoru megin vegarins, á staurum, sem næðu l-2ja m hæð. Onnur vandamál eru hverfandi lít- il. Þetta mætti verða tilraunaverk- efni og sjá, hvaða árangri það skil- aði á næstu árum eða þar til ný Reykjanesbraut verður á áætlun. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar uppdópaðir og ölvaðir unglingar setjast undir stýri á „leikföngunum" sínum og aka stefnu- og fyrirhyggjulaust út í umferðina, með það eitt að mark- miði, að komast sem hraðast áfram og skeyta þá lítt um aðra vegfar- endur. Stundum, þegar gott er veður, ferðast ég fótgangandi á nóttinni um helgar, meðfram Hafnargötunni í Keflavík og verð ósjaldan vitni að því, að ungir öku- menn þeysast fram hjá mér á 150- 170 km hraða m/v klst. og oftar en ekki eru tveir í kappakstri. Svo hratt er ekið fram hjá mér að ógjörningur er að greina númer ökutækjanna og eins gott að vera ekki of nærri akbrautinni þegar þeir geysast hjá. Ekki má mikið út af bera, þegar síkt ökulag er við- haft. Ekki þarf meira til en hjól- barði springi eða hemlar bili, til að stórslys verði. En hver er tilgang- urinn með slíku aksturslagi? Jú, hinir ungu ökumenn vilja með þessu sýna öðrum hversu „töff' þeir séu og hversu kraftmiklum „græjum“ (bílum) þeir hafi yfir að ráða. í mörgum tilfellum eru hinir ungu ökumenn með bifreiðar for- eldra sinna að láni, sem hafa svo ekki hugmynd um hvernig akst- urslagi er beitt, nema eitthvað fari úrskeiðis, en sem betur fer hefur það ekki oft átt sér stað að und- anförnu, hér á Hafnargötunni, svo Frá Stefáni Hermannssyni: í BRÉFI til Morgunblaðsins sem birtist 15. desember s.l. frá fulltrú- um foreldrafélags Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla er því lýst að mikil þörf sé fyrir göngubrú á þessum stað. Bréfið er að hluta til samhljóða bréfi sömu aðila sem sent var 7. nóvember s.l. Af þessu tilefni er rétt að upp- lýsa að erindið var lagt fyrir Sam- göngunefnd Reykjavíkurborgar þann 5. desember s.l. þar sem upp- lýst var að forathugun á þessu verki væri þegar hafin. Þar var einnig minnt á að þegar deiliskipu- lag vegna breikkunar Miklubraut- ar var samþykkt fyrr á þessu ári kom fram í umsögn um athuga- mér sé kunnugt um. Þegar lög- reglan í eftirlitsferð birtist skyndi- lega, eru ungmennin fljót að hemla niður og aka „eins og englar" þar til lögreglan hverfur á brott, (til að sinna öðrum verkefnum), þá er aft- ur „geflð í“ og sama ástand skap- ast. Nei, Reykjanesbrautin í núver- andi ástandi er ekki aðalsökudólg- urinn hvað varðar stórslys á henni heldur fyrst og fremst fífldirfska og andvaraleysi ökumannanna sjálfra, sem annaðhvort kunna ekki eða vilja ekki aka eftir að- stæðum hverju sinni. Sjálfur ek ég oftast á 80 km hraða m/v klst. á leiðinni til og frá Reykjavík, finnst það þægilegur hraði við bestu að- stæður og síðan axlirnar komu til sögunnar, fer ég út á þær og vík þannig fyrir umferðinni á eftir mér, sér í lagi þegar þung umferð er á móti. Fyrir aftan mig gæti verið kona í barnsnauð eða einhver sem þyrfti raunverulega að flýta sér. Það munar ekki svo miklu, hvort maður er 5 mínútum lengur að komast á áfangastað, mestu máli skiptir, að komast þangað heill á húfi og með óskemmt far- artæki! Góðir landsmenn! Lærið af reynslu annarra (eða reynsluleysi) og akið eins og þið viljíð að aðrir aki, þá mun ykkur vel farnast í umferðinni! SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Mávabraut 8c, Reykjanesbæ. semdir að göngubrú á þessum stað yrði sett framarlega ef ekki fremst í forgangsröðun slíkra mannvirkja. Kostnað vegna brúargerðarinn- ar á Vegasjóður að bera að miklu leyti, þar sem um brú yfir þjóðveg er að ræða, en fjárveitingar á Veg- áætlun til göngubrúa á höfuðborg- arsvæðinu eru ekki merktar ein- stökum verkum og í raun í heild allt of lágar. Engu að síður verður leitast eftir fjármögnun eins og frekast er unnt. Stefnt er að því að tillögur um nákvæma staðsetningu og gerð brúarinnar verði unnar á þessum vetri. STEFÁN HERMANNSSON, borgarverkfræðingur. Göngubrú yfír Miklu- braut við Framheimilið Yerðgildi ofar manngildi Frá Hrönn Harðardóttur: HVERT stefnum við eiginlega sem þjóð? Er svo komið í okkar upplýsta tæknivædda samfélagi að okkur skiptir engu hvernig menntalegt uppeldi og aðbúnað börn okkar fá. Erum við svo upptekin að skara eld að eigin köku að við gefum okkur ekki tíma til að berjast fyrir grunn- réttindum barna okkar. Skiptir það okkur engu að fólk leggi á sig margra ára nám eftir að skyldunámi lýkur til að fræða ein- staklinga og koma þeim til mennta. Við eigum slíku fólki mikið að þakka. Nú er nóg komið. Ár eftir ár kveður við sama sagan, verkföll kennara og flótti leikskólakennara í önnur störf. Það þykir engum skrýtið sem vill sjá það. Állir vita að laun kennara og leikskólakennara eru í engu sam- ræmi við menntun og ábyrgð. Hvar er góðærið sem allir tala um, er ein- ungis hægt að hækka laun ráðherra. Hvernig væri að leiðrétta þetta ójafnvægi og hækka laun þeirra í eitt skipti þannig að þeir standi jafnfætis öðrum stéttum með sambærilega menntun. Við stærum okkur af því á tyllidögum að eiga eitt besta mennta- og heilbrigðiskerfi í heimi en nú er svo komið að þaðan er stór- tækur flótti, vegna launa. Ef litið er á þetta í víðara samhengi má sjá að al- mennt er ekki næg virðing borin fyr- ir störfum sem lúta að mannlegum samskiptum. Þetta getum við séð í ýmsum umönnunarstörfum í kring- um okkur. Ég held að flestir séu sammála því að fólkið sem byggir landið skipti meira máli en bygging- arnar en sú forgangsröðun sést þó ekki glöggt ef litið er á framkvæmd- ir. En hvort er dýrmætara, sá auður sem við sköpum innra með okkur, eða hinn veraldlegi? Er ekki rót vandans sú að verðgildi er haft ofar manngildi? HRÖNN HARÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Tungubakka 6, Reykjavík. Það er ekkert hundalíf að þurfa að dvelja í Hrísey. Frábært hunda- líf í Hrísey Frá nokkrum hundaeigendum: ÞÆR vinkonurnar Viktoría og Rósa senda bestu kveðjur til Hríseyjar. Þar afplánuðu þær stöllur sex vikna einangrun á leið sinni frá Englandi til framtíðarheimkynnanna á Fróni. Þær voru í mjög góðu jafnvægi og sáttar eftir dvölina og nú, þegar hundaflóra Islands er þessum tveim- ur úrvalstíkum ríkari, er full ástæða til að þakka fyrir sig. Hríseyjardvöl- in í einangrunarstöð gæludýra reyndist henni Viktoríu okkar ofur- boxer úrvalstími og var allt atlæti og aðstoð frá stöðinni og Stefáni hunda- bónda til mikillar fyrirmyndar. Vin- kona Viktoríu, Rósa litla miniature Yorkshire terrier, var ekki síður vel haldin. Ef að einhverju mætti finna voru þær fullvel haldnar, fordekrað- ar og í þybbnara lagi þegar þær kvöddu Hrísey. Á bryggjunni grétu þær skilnaðartárum þegar þær horfðu á eftir hundabóndanum vini sínum. Kærar þakkir, Stefán og þið á Einangrunarstöðinni! Við stöndum við bakið á ykkur í baráttunni fyrir fleiri rýmum á stöðinni enda ófremd- arástand að þurfa að bíða í 10-12 mánuði eftir einangrunarrými fyrif heittelskaða heimilismeðlimi sem hafa það eitt til saka unnið að vera á fjórum fótum að jafnaði. Einangrun- ardvölin er sjálfsagt öryggismál en þarf að vera í boði þegar fólk og skepnur þurfa á henni að halda og með ámóta aðbúnaði og atlæti og Hríseyjarstöðin býður upp á er vel við unandi. F.h. Viktoríu, LILJA S. SIGURÐARDÓTTIR MARGRÉTPÁLA ÓLAFSDÓTTIR F.h. Rósu, RÚNAR GUÐBRANDSSON SIGRÍÐUR E. SIGURÐARDÓTTIR. Ættingja leitað Frá Einari Braga Bragasyni: MAÐUR að nafni Howard Faber var herlögreglumaður á Keflavík- urflugvelli í kringum 1954. Hann kvæntist íslenskri konu að nafni Laufey Sigmundsdóttir. Þau eign- uðust son, Wallie Mulder, og er hann að leita að ættingjum sínum hér á landi. Hann biður þá sem kannast við foreldra hans vinsamlega að hafa samband við sig, annaðhvort með því að skrifa bréf á neðanskráð heimilisfang, eða senda tölvupóst. WALLIE MULDER 4736 NE 17th Ave PortlandOr 97211, oregonwlf@aol.com Fasteignasala tii sölu Vel þekkt fasteignasala (nafn og viðskiptavild m.m.) með áratuga reynslu. Tilboð sendist augl.deild Morgunblaðsins fyrir kl. 17 5. janúar merkt: „Einstakt tækifæri — 10354“. Skammt frá Hagaskóla Endurnýjuð 5 herbergja íbúð, um 100 fm á 3. hæð (efstu). Skipti möguleg á 2ja herb. íbúð (ekki jarð- hæð), t.d. í lyftuhúsi. Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 5. janúar nk. merkt: „Milliliðalaust — 10532“. FISKBÚÐIN HAFBERG Gleðilegt Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 * * ár! * Opið í dag, laugardag, frá kl. 9—14 STÓR HUMAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.