Skírnir - 02.01.1851, Side 19
23
vera hagab; þeim hefur fyrir löngu komib saman
um þetta, og tórýmönnum og whigmönnum getur
því aldrei lent saman í því efni. En þeir hafa
því betra tóm til ab fást vi& þau mál, sem eru til
sannarlegs gagns fyrir land og lýb, og þab er fyrst
af atgjörbum þeirra í því efni, sem menn geta sjeb
hinn mikla mun, sem alltaf er á meiningum þeirra.
Hver þessi munur sje er ei hægt ab segja í stuttu
máli, en þó er þab helzta einkennib, ab tórýmenn
reyna einkum til ab vibhalda fornum sibum og lög-
um og verja þab, sem þeir kalla forn rjettindi sín
og landsbúa, en hirba minna um breytingar þær,
sem naubsyn kann á ab verba, eptir því sem kring-
umstæburnar breytast. Whigmenn aptur á mót eru
miklu fúsari á, ab hafa tillit til allra kriugumstæba
og laga eba rjetta lögin eptir því, sem naubsyn og
framfarir þjóbarinnar heimta. þab lítur því svo út
sem ei þuríi ab vera efi á, hver flokkurinn í raun
og veru sje rábhollari, en þar í liggur ekki, ab mart
geti ei verib heibarlegt og ágætt hjá mótstöbumönn-
um þeirra, þar sem þeir tala af innilegri sannfær-
ingu og lofsverbri fastheldui vib forna sibu, en eng-
um ókarlmannlegum og ambáttarlegum þrælsótta.
Og menn mega ei heldur gleyma því, ab sá er
munur á tórýmönnum á Englandi og þeim, sem
annarstabar eru kallabir fasthcldnir menn QConser-
vative), ab þeir þar eiga fornan heibur og opt fornt
ágæti ab verja, þar sem hinir í flestum löndum á
meginlandi Norburálfunnar eiga lítib annab ab verja,
enn skömm og mannleysi sitt og febra sinna, sem
er þrældómur og ánaub.
En flokkarnir á Englandi, svo stabfastir og