Skírnir - 02.01.1851, Blaðsíða 71
75
lega undirstaba alls sannarlegs þjó&frelsis. En Frakk-
land hefur aldrei veriB frjálst enn, og af því þeir
menn, sem þar tala máli frelsisins, þess vegna ekki
geta skilib hvafe sveitafrelsi er, þá hættir þeim svo
opt viö ab verja þaö me& nafni frelsisins, sem í
raun og veru er ekki annab enn har&stjórn. En hjer
höfóu þeir þó þab til máls síns, ab, svo ósannur og
voltaireskur, sem andi hins frakkneska háskóla er,
þá gera menn þó ei annab, meb því ab svipta hann
abalumsjóninni meb landsuppfræbingunni, enn ab af-
henda hana jesúmönuum og hinum katólsku klerk-
um, sem enn rába mestu um vib hinn fávísa al-
múga, þó Frakkar svo lengi þykist vera hin bezt
sibaba og upplýstasta þjób í heimi. Eptir hinum
nýju lögum var mörgum andlegrar stjettar mönnum
veitt hluttekning í yfirstjórn háskólans frakkneska,
en þó varb vald þeirra og stjórnarinnar enn meira
í hjeröbum, því lögin ákveba, ab í hverju umdæmi
0departement') skuli vera einn háskóli, og skuli
rektor og byskup hafa skólastjórnina á höndum ásamt
7 öbrum mönnum, sem hjerabsþingib velur, en
Iandstjórnin skuli hafa rjett til ab senda abalumsjón-
armenn út um iandib til þess ab hafa umsjón meb
kennslunni, og þess utan halda einstaka umsjónar-
menn vib hvern háskóla. Abur hefur þetta verib
svo, samkvæmt lögum þeim, er gefin voru á ríkis-
árum Lobvíks Filippus 22. Júní 1833, ab háskóla-
stjórnin í París hefur haft alla umsjónina meb um-
dæma-háskólunum, og því kunnu háskólarnennirnir
því nú svo illa, ab láta svipta sig þessu valdi, og
varb því hin harbasta rimma milli Victor Hugos og
Barthelémy St. Hilaires, sem bábir tölubu máli há-