Skírnir - 02.01.1851, Blaðsíða 111
115
ei annaö enn marklaus eptirstæling af frakkneskum
frelsis-oröatiltækjum, sem hverjum frjálsum manni má
vera viöbjóöslegt aö heyra af munni Schwarzenbergs
og Dr. Bachs. þessir menn höföu í fyrstu látiö svo
sem þaö væri áform sitt aö sameina keisaradæmiö
meö viturlegum lögum, en þegar þeir sáu aö þeir
voru ei færir um aö setja slik lög, og var víst ei
viö því aö búast, þá kusu þeir heldur aÖ láta allt
vera í ólagi og leyna því og bæla niöur meÖ her-
stjórn, enn aö leggja þaö á hættu aö missa allan
árangurinn af blóösúthellingunni á Ungverjalandi
meö því aö kalla saman almennt þing. þeir hafa
líka haft annaö aö gera enn aö starfa aö þessu,
þar sem þeir mest hafa hugsaö um aö reyna aö
auka vald sitt á þýzkalandi og í Italíu, og þó þeim
því miöur hafi tekist þetta of vel sökum kringum-
stæöanna, þá mun þaö þó ei fjarri lagi, aÖ þeir í
fyrstu hafi ráöist í svo mikiö útífrá, einungis til þess
aö geta dregiö því lengur aö fara aö fást viö hiö
aumlega ágtand heima í ríkinu sjálfu; því Austur-
ríki ber þaö dauöamein í sjer, sem ekki mestu
stjórnvitringar mundu geta læknaö, auk þá heldur
þeir menn, sem nú sitja þar aÖ völdum — þeir
geta einungis tálmaö falli þess um nokkurn tíma,
til þess aö þaö verÖi því gjörsamlegra þegar undir-
staöan er öll sundurgrafin.
þaö er sýnt hjer aö framan, aö endalok þýzka
málsins uröu þau, sein þau uröu, fyrir kjarkleysi
prússnesku stjórnarinnar, og af því hún þoröi ei aÖ
nota sjer af þjóöarviljanum móti tilraunum og svikum
höfÖingjanna, sem þá heföu oröiö aö veröa mátt-
lausir. Austurríki notaÖi sjer af þessu, og hjelt sjer
8*