Skírnir - 02.01.1851, Blaðsíða 157
161
Ijöllunum fyrir ofan Kalíforníu, og Kalífornía sjálf.
Af þessum þremur löndum beiddist Kalífornía þess
ein á alsherjarþinginu, sem sett hafði verib nokkru
fyrir nýár, a& hún væri strax tekin upp í tölu ríkj-
anna án þess áður aö þurfa aÖ hafa landnámshjeraös-
stjórn um nokkurn tíma, eins og annarstaöar var
siöur, og var í sjálfu sjer ekkert á móti því, því
mannfjöldi var þar undireins miklu meiri enn nógur.
J)ingiö íjellst þtí bráölega á þetta, og hefur því Kalí-
fornía á þessu ári gerst hiö 31. reglulega ríki í hinu
noröur-ameríkanska ríkjafjelagi, en Nýju Mexíkó og
Utah var aöeins leyft a& taka upp hjeraösstjórn, því
þar var enn ei oröiö nógu mannmart. Af þessum
tveimur hjerööum stendur svo á hinu fyrrnefnda,
aö þaö var upprunalega ekki annaö enn partur af
Texas, og vildi þaö ríki ei allskostar vel sleppa því í
fyrstu, en varö þó aö láta þaö undan alsherjarþinginu.
En hjeraöiö Utah er þó miklu merkilegra sakir þeirra
manna, er þar hafa tekiö sjer bólfestu, en þaö er
trúarbragöa-tlokkur Mormóna, er vjer áöur nefndum
í þættinum um Danmörk. þeir eru mjög iönir og
starfsamir menn og hafa yrkt vel land þaö, sem
þeir nú búa í upp í Klettafjöllunum, og var þar aö
heita mátti eyÖimörk áöur; en trú þeirra er ekki
annaö enn mjög hlægilegur blendingur af kristinni,
mahómetanskri og GyÖinga-trú. Kalla þeir Jósep
nokkurn Smith, er dó fyrir fáum árum, spámann
sinu og trúa því, er hann sagÖi þeim, aö sjer heföi
vitrast engill drottins og vísaö sjer á hvar en helgu
rit forníbúa Ameríku væru grafin í jörö upp í Kletta-
fjöllunum, og skipaö sjer aö grafa þau upp og kunn-
gjöra öllum mönnum livaö á þeim stæöi. þóttist
11