Skírnir - 02.01.1851, Page 118
122
hinum sí&ustu tímum, því bæbi innlendir og útlcndir
höfbingjar hafa svipt þá öllu frelsi bæbi veraldlegu
og andlegu, og er því ei undur þó þá Iangi til ab
varpa af sjer slíkri ánaub, einkum þegar þeir hugsa
til fornu Rómverja. En því mibur hefur þeim alltaf
mistekist þab hingab til, og eins fór líka í þetta
skipti eins og sýnt hefur verib í síbustu ára Skírn-
um; og þurfa menn ei heldur, þegar rjett er ab-
gætt, ab búast vib því, ab framför og frelsi geti
koinib bráblega hjá þjób, sem svo lengi hefur verib
andlega þrælkub af páfadæminu. þessi hinn síbasti
skuggi af veraldarríki Rómaborgar í fornöld hefur í
sjer undariega seiglu, og þegar menn ímynda sjer
sem bezt ab nú sje hann meb öllu horfmn, rís páf-
inn og hib katólska kyrkjuríki allt í einu upp aptur,
hálfu öllugra enn þab ábur var, því þab verbur al-
drei unnib ab fullu fyrr enn sannfrjáls og einörb
kynslób megnar ab útrýma rótum drottnunar þess,
sem er hjegiljur og hjátrú. En slíkt kyn skapast
ei á svipstundu, allrasízt í ánaubugu landi, og ab
minnsta kosti er þab ei komib upp á Italíu enn,
því aldrei hefur páfadómurinn, er hann var í mest-
um blóma sínum, gert fleiri eba stórkostlegri til-
raunir til ab efla og auka ríki sitt bæbi utan lands
og innan, heldur enn nú síban hann rjetti vib aptur.
Skulum vjer því og reyna í þessurn stutta þætti ab
segja einkum frá atgjörbum páfastjórnarinnar og vibur-
eign hennar vib abrar stjórnir, því þó þab sje ei
mjög sögulegt í sjálfu sjer, þá er þab þó hib helzta,
sem vib hefur borib á Italíu síban öll frjálsleg hreif-
ing var bæld þar nibur af erlendum hermönnum,