Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 1
Utlendar frjettir
frá nýjári til ársloka 1884
eptir
Eirík Jónsson.
* Inngangsorð.
A.ramótin eru rismál «Skírnis», og þegar hann kemur til
«Fróns með frjettir», eru margar þeirra komnar á undan og
mönnum að nokkru eða miklu leyti kunnar af sögnum islenzkra
blaða, en mart kann hann þó að færa, sem þau hafa ekki gert
að tiðindum. Aðalerindi hans er ekki heldur að segja ný tíð-
indi, en að gefa mönnum yfirlit ársfrjettanna, sýna afstöðu árs-
viðburðanna sin á milli og samband þeirra við það, sem á
undan er gengið. Verkefni ritsins er þvi eklci svo þýðingar-
litið, sem sumum kynni að þykja, og að minnsta kosti er það
því með öllu samkynja, sem á sjer stað hjá öðrum þjóðum, þó
þær njóti ótal dagblaða, viku- og mánaðarrita, að menn bjóða
almenningi viðburða yfirlit hvers árs, innlendra og útlendra,
stundum heilu ári siðar. þetta þeim sjerílagi til hugleiðingar, sem
ætla, að landar vorir þurfi ekki að sakna neins i, þó «Skírnir»
hyrfi af bókaskrá íjelagsins.
Eins og að undanförnu skiptum vjer frjettunum i tvo
höfuðkafla: hinar almennu frjettir og ríkj aþ ætti na, þó
hjer verði nokkuð víðáttulega á milli greint, eða, sem sumum
kynni að þykja, heldur sjálfræðislegt.