Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 97
SVISSLAND.
99
ræningja og verstu bófa, og hitt með, að sumir urðu að illum
ráðum uppvísir, er þeir vildu fremja á Svisslandi sjálfu. Rit-
frelsi vilja Svisslendingar uppi halda í lengstu lög, eigi síður
enn þær þjóðir, sem mest vilja að öllu frelsi hlynna — Frakkar,
Englendingar og Ameríkumenn —, en stundum verða þeir að
taka í taumana, þegar byltingamenn gerast of svæsnir. Svo
fór með Most, sem getið er um í fyrri kafla þessa rits, og
blað hans «Die Freiheit.» Hann flutti bækistöðu sína til Eng-
lands, þaðan til Ameriku. En sagt er, að hann hafi 12 um-
boðsmenn á Svisslandi, sem koma blaðinu á framfæri og beina
því leið — opt heimuglega — til iðnaðar- og verkmanna í öðr-
um löndum. Helzta byltingablað hjá Svisslendingum sjálfum
heitir «Révolte,» og er þvi haldið út í Genefu.
26. október fóru kosningar fram til «þjóðráðsins,» eða
allsherjarþings Svisslendinga, og urðu frelsis- og framfara-menn
í meiri hluta.
F’yzkaland.
Efniságrip: Hotfið til annara ríkja; samband við sum; lceisarafundur;
fleira, sem sýnir, að þýzlcaland situr í öndvegi Evrópu. -- pjóðverjar eign-
ast nýlendur í Afríku, og kqmast að á Sansíbar; landnám í Eyjaálfunni.
— pingsaga. — Nýjar kosningar og byrjun liins nýkjörna ríkisþings. —
'Ríkisráð* Prússaveldis. — Banaráð við keisarann og marga höfðingja. —
Framlög til sjóvarna. — Orustuminning Vilh. keisara. — Frá Elsas og
Lothringen. — Frá Sljesvík. — Óskipað hásæti. — Mannalát.
þegar keisaradæmið þýzka var endurreist eptir sigurvinn-
ingar þjóðverja á Frakklandi, þurftu menn ekki að leiða getur
um, hvert ríki mundi i öndvegi setjast í Evrópu. Fyrir dug
og ráðsnild Bismavcks hefir þýzltaland haldið því síðan, og um
það hefir árið umliðna, sem hin undanfarandi, ljósan vott borið.
það er sem Evrópuþjóðunum sje orðið tarnt að snúa sjer til
7*