Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 142
144
DANMÖRK.
ekkert ynnist á til að kæfa bálið, tókst betur að bjarga þeim
stórmunum og gersemum, sem höllin bafði að geyma. Dýr-
mætast af öllu var hið mikla litmyndasafn eptir útienda og inn-
lenda uppdráttarmeistara, en fyrir kapp og atfylgi þeirra
manna, sem til liðs og bjargar höfðu skundað, varð þvi nálega
öllu komið undan eldinum. Sömuleiðis líkneskjumyndum, sem
stóðu á ymsum stöðum, t. d. i sölum konungs og drottningar,
og öðrum dýrum munum og sumum húsbúnaði. En i eldinum
lenti töluvert af bókum konungs og bókasafni rikisþingsins. En
hjer var meira í veði og. voða. Safn Thorvaldsens á næstu
grösum. Veðurstaðan var sú (að sunnan), að yfir það reið
eimyrjan og þakið glóðhitnaði. Menn lögðu blaut 'ségl og
ullarvoðir yfir allt þakið og á þvi stóðu svo vatnagusurnar allt
kveldið og þar til er eldurinn tók að rjena við fa.ll hallarþaks-
ins. Eimyrjuna bar yfir miðbik bæjarins — allt upp fyrir
Regens — og á mörgutn stöðum fjellu brandastykki niður á
hús og stræti. Hefði hvassviðri verið á, er það eflaust, að við
miklum bæjarbruna var búið, og ef það hefði staðið úr annari
átt, hefði «bókhlaða konungs» orðið eldinum að bráð, leyndar-
skjalabirzlan og mörg önnur stórhýsi. Danir ætla að láta þenna
atburð sjer svo að kenningu verða, að bóka-, málmynda- og
og öðrum kjörgripasöfnum þeirra verði betur borgið enn fyr,
og þau komist í hallir eða hús, svo eldvörnum búin og á
óhultari stöðum reist, að sem minnst þurfti um að ugga. Ráð
er og fyrir gert, að höllin verði endurreist, og höfð konungi
til íbúðar, en hjer er ekkert fast ráðið, og hitt þá siður, hvort
ríkisþingið skuli komast þangað aptur, eða því reist höll á
sama svæði. Um þetta allt deilir menn á með ymsu móti. Eptir
brunann ljetu margir sjer sárast tekið til konungs, og kölluðu hann
húsnæðislausan og á bersvæði staddan. því fylgdi og, að þeir
börðu að hjartadyrum allrar alþýðu, og tvær nefndir skoruðu á
hvern konunghollan mann að gefa sinn skerf til nýrrar hallar,
en önnur þeirra beiddist þess framlags til að skreyta nýja
konungshöll. Hinni siðari nefndinni hefir mestur gaumur verið
gefinn — og sumir segja, hin hafi afhent henni sinn feng —,