Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 16
18
ALMENN TÍÐINDI.
lika leitað á Frakklandi margs i, að reynslan skyldi sanna.
það, sem kenningarnar fóru fram á, það sumsje, að samtök
og samverknaður verkmanna og iðnaðarmanna gætu gert
þá verkmeisturum og auðmönnum óháða, að svo yrðu skorður
reistar við eigingirni og ásælni einstakra manna, og með því
móti yrði sæld og nautn heimsins gæða deilt jafnara manna á
meðal. Víst var hjer mart rjett og fagurlega hugað, en reyndin
hefir sýnt, að kenningarnar áttu ekki við lundarfar Frakka. þeir
eru bráðlátir og fella sig sjaldan við bið eptir fyrirhuguðum
ávöxtum eða gæðum, og af samtökunum til samverknaðar og
sameiginlegs gróða varð minna, enn hinum sem gerð voru til
usla og ófriðar. Uppreisnirnar í Lyon og Paris hafa sýnt,
hvað sósialistum Frakka hefir þótt helzt fallið til að skapa nýtt
aldarfar. Kenningarnar vildu kefja eigingirnina, en hennar hefir
þó of mjög kennt einmitt hjá þeim, sem kenningunum þóttust
fram fylgja og til forustu rjeðust. þeir vildu gera samtökin að
þeim stiga, sem þeir gætu runnið upp til valda og metorða.
f>að er sú reyndin, sem hefir gert sósíalismus óvinsælan og
tortryggilegan á Frakklandi og í öðrum löndum. Frakkar
leggja nú lítinn trúnað á kenningarnar sjálfar, og samverkn-
aðar og samgróðafjelögin hafa átt hjá þeim litlum {>rifnaði að
fagna, þrátt fyrir framlög og styrk af ríkisins hálfu. F>inn af
merkismönnum Frakka, fjárhagsfræðingurinn Leon Say, komst
svo að orði í fyrra vor (i ræðu) um sósialismus: »Vjer vorum
þeir fyrstu, sem tókum þá sótt, en oss hefir líka fyrst batnað.«
Batnað ? Má vera að svo sje, ef það annars er satt, að kenn-
ingum jafnaðarfræðinganna sje við sóttarefni eða pestfræ að
iikja. En hver má fullyrða, að þeim tilraunum sje lokið á Frakk-
landi, að nýir menn rísi ekki upp og vilji tempra svo eitur-
lyfina, að hún verði þegnfjelaginu til heilinda. Eitt er öllum
kunnugt: að sóttin hefir komizt til allra landa i Evrópu, og að
margir skyggnir og skynberandi menn á . þýzkalandi (Lasalie,
Carl Marx og fl.) og viðar hafa þótzt og þykjast enn finna
gullkorn í fræðum sósialista, og það mun vart ofsagt, að þeim
mönnum hafi þótt það vera gull sem glóði, sem beitast fyrir
>:ríkis-sósíalismus.« þetta gerir t. a. m. Bismarck, sem á hefir