Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 52
54
ENGLAND.
að öll stóryrði ræðuskörunganna, öll tákn og stórmerki fund-
anna hefðu ekki átt meiri tíðindi að boða. En í rauninni mun
öllum hafa þótt vel farið sem fór, en altalað, að þeir Glad-
stone og Salisbury hafi miðlað svo málum. Bágt var annað
að segja, enn að hvorutveggju hefðu sæmd af málinu, en
ómögulegt að neita, að sæmdahluturinn yrði drýgri Tórýmanna
megin. Ef oss minnir rjett, fá lögin ekki gildi fyr enn frá 1.
jan. 1886. — Sem til stóð eptir bænarskrám sem komu til
neðri málstofunnar, var hjer hreift við afnámi hinnar deildar-
innar, og bar fram uppástunguna, sá er Labouchere heitir,
málsnjall maður úr harðfylgisflokki Vigga. Ræða hans var svo
kímileg á mörgum stöðum, þegar hann talaði um vitið og kostina
ættgengu, að hlátrar heyrðust hvað eptir annað. þetta til dæmis:
Apturhaldsmenn væru þeir flestir i lávarðadeildinni, en þess
vegna óþarfir með öllu, er Tórýmenn væru við stjórnina, en
hinum höfuðfiokkinum að eins til mótdráttar og meina, er
þeirra. menn færi með stjórn ríkisins. Hvað mundu þeir sjálfir
segja, ef í efri málstofunni sætu 500 manna af því liði, sem
viil sem flestu frá rótum breyta, i hvert skipti, sem þeir tækju
við stjórntaumunum? »Af þeim mönnum finnast ekki svo
margir,« greip einn fram i. »þá eru tii 500 skósmiðir i Nort-
hampton, og imyndum okkur, að undir þá skyldi lögin bera!«
Svo skemmti hann mönnum í langri tölu, en Gladstone mælti
skorinort og hvasst á móti uppástungunni, og eitt af höfuðat-
riðum í hans hugleiðingum var, að frumtignir og ættgengi virð-
inga væru nauðsynlegar á Englandi, því annars mundu pening-
arnir einir of miklu ráða. Hinsvegar mættu menn ekki gleyma,
hvernig stóreignamennirnir væru settir, hvert álit þeir hefðu á
sjer, hvað þeir ættu undir sjer öðrum fremur í öllum hjeruðum
landsins. Ættu þeir ekki löggjafarsæti í efri málstofunni, mundi
þeim verða vegurinn til hinnar svo auðsóttur, að miklum þorra
hinna mundi verða frá henni stijað. Uppástungan var felld
með helmingi fleiri atkvæðum enn henni fylgdu. — Uppá-
stungunni um kosningarjett kvenna (fullveðja og óháðra), var
enn vísað aptur, með 271 atkv. mót 125. — því má við þing-
söguna bæta, að Henry Brand, skilaði af sjer forsetaembættinu