Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 109
ÞÝZKALAND.
111
157 atkvæði. f>ar verða því margir til að hverfa «r öðrum
flokkum, sem stjórnin á að bera sigur úr býtum, því hennar
máli verða þá að fylgja 199, ef allir þingmenn greiða atkvæði.
'I’ala þeirra er 397. Kosniningar voru mjög kappsóttar af öll-
um flokkum og við þær voru greidd 5,661,066 atkvæði, en
næst á undan 5,097,760. 20. nóvember setti keisarinn hið nýja
þing. Á þvi öndverðu fór fljótt i bága með Bismarck og
meirihlutanum. Framhaldsmenn báru það upp að veita þing-
mönnum þingfararkaup. Bismarck var því mótmæltur, og í
þeim umræðum sagði hann mönnum enn til siðanna, og fór
mjög andvigur á móti þingstjórnarkenningum framhaldsmanna
og fleiri. Hann sagði, að þeir litu hörmulega skakkt á lög-
stöð þings og rikis á þýzkalandi. þeir einblíndu á þjóðveldi
eða annað eins konungsríki sem Englendingar hefðu, þar sem
neikvæði væri tekið af konunginum, og þingið rjeði í rauninni
öllu. Slílct ætti sjer ekki stað á þýzkalandi. þingmenn ættu
að gera að hans dæmi; hann leitaði atkvæðaafls á þing-
inu, og þeir yrðu að leita þess hjá sambandsráðinu og hjá
höfðingjum þýzkalands, en halda ekki málum til kapps við þá
og ráðið. Slíkt væri að fara út yfir sett takmörk alríkislag-
anna. Skömmu siðar styggði hann mjög kaþólska flokkinn, er
hann talaði hart í gegn uppástungu Windhorsts, að nema sumt
úr lögum, sem sett hafði verið á móti gjörræði kaþólskra
klerka. Bismarck minntist á þráhald páfaráðsins, og hve bágt
væri að ná samkomulagi við það um biskupsnefnu í Posen og
Gnesen, og kvað þó ekki annars krafizt af hálfu prússnesku stjórn-
arinnar, enn að hinn nýi biskup skyldi láta allt hlutlaust um
samtakaráð pólskra manna, að koma þeim löndum undan
Prússaveldi. þá frammistöðu kansellerans i málunum launuðu
mótstöðuflokkarnir síðar, er þeir neituðu um framlag 20,000 króna
handa nýjum deildarstjóra í stjórn utanríkismálanna (15. des.).
þetta mæltist afar illa fyrir um allt land, og Bismarck fjekk
hundruðum saman þakkar- og hollustu-skeyti úr öllnm áttum,
en í þeim öllum hörð ámæli — að vjer ekki segjum hrakyrði
— til meiri hlutans. Blöð Frakka og Englendinga tóku og í
sama streng, og sögðu, að hinum þýzku þirigmönnum hefði