Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 17
ALMENN TIÐINDI.
19
verið minnzt í enum undanfarandi árgöngum þessa rits. Laga-
frumvörp hans miða að og fara fram á hið sama: að bæta
kjör verkmannalýðsins. 1 því skyni vill hann að ríkið og vinnu-
veitendurnir gangist undir nýjar skyldur og álögur, hann vill
lika takmarka gjörræði þeirra, sem auðnum stýra, og með
þessu móti þoka skipun þegnfjelagsins að meira jafnstæði með
fátækum og rikum. Munurinn á þeim sósíalismus og hinum er
þá sá, að ríkið og löggjöfin á að hafa endurbæturnar með
höndum, þær eiga að koma að ofan og ekki að neðan, og
með þvi móti vill Bismarck gyrða fyrir ráðleysi og umturnan.
þetta virðist þvi hyggilegar og forsjállegar hugað, sem það
einmitt er ákafi og frekja, samsæri og ofbeldisráð, sem hafa
spillt máli fyrir sósíalistum. J>að gegnir ekki góðu, er nafnið
sjálft jafnast er haft um byltinga- og óstjórnarmenn, og að
þau lög eru kölluð sósíalistalög á þýzkalandi, sem eiga að
hamla og afstýra illræðum þeirra manna. Hinsvegar verður þess
að geta, að sósíalistar þjóðverja og Dana sækja rækilegar sitt
mál, enn aðrir hafa gert, um leið og þeir segjast hafa and-
styggð á öllum gripdeildum og byltingum eða verri verkum.
Allt um það skreppur svo mart ískyggilegt fram í ummælum
þeirra á fundum eða í blöðunum, að samþegnum þeirra þykir
ráðlegast að hafa andvarann á sjer., Af kjörsigri þeirra við
síðustu kosningarnar skal sagt í þáttunum frá þýzkalandi
og Danmörku. Verði stefnunni svo haldið áfram, sem i er
komið, og nokkuð er talað um í »Skirni« 1883 (19.—20. bls.),
þá virðist sem samvinna fari í hönd með sósíalistum og iýð-
veldismönnum, og vaxandi áhrif þeirra á lagasetningar rikjanna
leiði þær að nýjum ríkissósíalismus.
ITm þingstjórn. þingbundna stjórn og lýðveldi
I tveimur undanfarandi árgöngum hefir verið greint
nokkuð um þá annmarka, sem menn hafa fundið á þingstjórn-
arháttum vorrar aldar. Vjer skulum enn tilgreina nokkrar hug-
2»