Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 42
44
ENGLAND.
þeim sveitum Osmans frá stöðvum við Tammanieb, er þeirra
höfðu aptur vitjað.
Vjer hverfum nú til Khartum og Gordons hershöfðingja.
Hann tók þegar til að búa þar allar varnir umhverfis bæinn og
fram með fljótinu, en gerði þar í grenndinni ymsar tilskipanir,
sem líkuðu fólkinu hið bezta. Hann hafði líka allmikið fje með
sjer, og gat þvi yfir mart komizt til umbóta, og haft betri reiðu
á um málagjald hermannanna, enn þeir höfðu lengi átt að venj-
ast. Allt um það komst hann brátt að raun um, að það lið
var mjög ótraust, og þó einkum fyrirliðarnir. Hann sendi menn
með brjef og boð til Mahdísins í E1 Obeid, höfuðborginni i
Kordófan. Mahdíinn tók þeim vel að visu, en soldánsnafnið
kvazt hann ekki mega þiggja, »því hann væri mahdí,« eða
sem sumir þýða með tvennu móti: sá er Guð visar veg,
eða sá sem er leiðtogi á götu Guðs. Hann gaf hjer
skýra bending, að hann væri sendiboði Guðs og forustumaður
hinna rjetttrúuðu, hvort sem þeir byggju i Kordófan eða annar-
staðar. Gordon hafði sent honum þrjá tignarbúninga, en hann ljet
þá aptur fara, og þeim fylgja búning handa Gordon. f>að var
einskonar prestskrúði, sem hann skyldi bera, þegar hann hefði
tekið Múhamedstrú, því með því skilyrði bauð spámaðurinn
honum samband sitt og vináttu. Sveitir Móhammeds Achmeds
tóku bráðum að ganga í berhögg við Gordon, sumar fylktu
sjer eða hlóðu vígi hinumegin við ána — rjett gagnvart þeirri
höll, sem Gordon bjó i — en sumar voru á sveimi hjer óg
hvar með fram fijótinu og tálmuðu aðflutningum. I fyrstu
hurfu þær skjótt undan, er Gordon sendi þeim sendingar yfir
ána, eða veittu lítið viðnám- þegar að var sótt. En 16. marz
tókst illa til. Gordon ætlaði að reka rækilega úr túninu, og
sendi rúmar 2000 manna yfir ána og frá, virki, sem þeim
megin stóð, beztu vopnum búnar. Súdansmenu höfðu sig undan
upp í skóglendi fyrir vestan, en hinir sóttu eptir, og meðal
forvarða nokkrir foringjar Egiptaliðsins, og riðu tveir þeirra á
undan. þessir menn höfðu þau svik i frammi, að þeir sneru
allt í einu við, hleyptu hestum sínum á stökk og æptu til for-
varðaliðsins, að allir skyldu nú forða sjer, því þar væri ógrynni