Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 141
DANMÖRK.
143
Sjaldgætnari gestir gistu höfuðborgina í september. f>að
voru nokkrir fulltrúar sósíalista frá Frakldandi og fleirum lönd-
um. Bræðurnir i Höfn fögnuðu þeim með veizluhaldi, en af
ræðunum urðu menn ekki neins fróðari, sem menn vissu eigi
á undan af kenningum og fundaræðum þeirra í París, og við-
kvæðið var hjer sem þar og víðar, að verkmannalýðurinn yrði
að ganga eptir rjetti sínum með oddi og eggju, ef þeir fengju
ekki sinn hlut rjettan með öðru móti innan skamms tíma. Að
því gerðu bræðurnir dönsku góðan róm, og er hinir frönsku
hjetu að taka bráðum tii óspilltra málanna, hjetu allir fylgi
sínu og fulltingi.
Brunafregnin frá Kristjánsborg er nú til allra manna komin
á Islandi fyrir löngu, en «Skírnir» verður samt að hafa hana meðal
tíðinda, og kynni ella ámælum að sæta. J>að kemur mönnum
alltjend á óvart, er eldur verður laus; mönnum dettur ekki
annað i hug enn að Loki liggi í íjötrum sínum, og svo vita
þeir ekki stundum fyr af, enn hann geysar fram í jötunmóði.
Svo mátti um Hafnarbúa segja 3. október, þegar almenningur
fjekk að vita, í hverja hættu Kristjánsborg var komin, og það
var ekki fyr en reylc og neista lagði frá eða í lopt upp. Eld-
urinn hafði færzt upp úr ofni, sem vel freldega var í kyndað,
upp i skorsteininn og þaðan numið loptið i riddarasalnum fyrir
ofan, og þegar þar var komið, unnu þau slökkvitól ekki á, sem
fyrir hendi voru. Eldurinn náði svo að magnast, að þeysislöngur
slökkviliðsins, þegar þær komu, fengu lítið annað að gert enn
tefja rás eldsins, og um miðaptan stóðu logatungurnar út um
glugga riddarasalsins. Slöngurnar fjölguðu — og ein sú bezta
kom frá Malmö — en þær höfðu hvergi við, voru of smá-
gerðar og aflvana móti ofurefli bálsins, og svo var það annað,
að vatnspípurnar eða rennnurnar umhverfis höllina veittu ekki
það vatn sem þurfti, en of erfitt að soga það vatn frá skurðar-
sundinu við hallarsvæðið, þó freistað væri.*) J>ó svo lítið eða
*) Skynberandi menn, sem rituðu um þenna atburð, leiddu mönnum
glöggt fyrir sjónir, að bæði slökkvitól Hafnarmanna, varnir og bjargir
i eldsvodum þyrftu að vera stórum betur á sig komin enn hjer reyndist.