Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 29
ALMENN TÍÐINDI.
31
Af fornleifafundum og uppgröptum.
Að uppgröftum fornleifa og fólginna menja frá fyrri öldum,
söguöldum og sagna, eða þeim er liggja fyrir utan sjóndeildar-
bring sögulegrar minningar, hefir lengi verið kappsamlega
unnið, en aldri til þeirra muna sem á vorri öld. Mikið þykir í
það allt varið, sem sannar, skýrir eða fyllir það allt, sem frá fyrri
öldum er hermt, en hitt er ekki í minni metum haft, sem telcur
þar til máls er sögur og sagnir þagna, telur minni fram frá
þagnaröldum mannkynsins. »Skírnir« hefir minnzt á í undan-
farandi árgöngum eptirgröpt og uppgötvanir Schliemanns og
annara þjóðverja í Litlu Asíu og Grikklandi, einnig rannsóknir
og fundi á Egiptalandi og víðar. Slíku er kostgæfilega fram
haldið í öllum löndum, og skal nú minnzt á það helzta, sem
á hefir unnizt og vjer höfum sjeð frá greint árið sem leið.
Fornmenjafjelagið í Aþenuborg lætur grafa og leita á ymsum
stöðum, t. d. i höfuðborginni sjálfri, i Orópos i Attiku, i Eleusis
(musterisrústunum), þar sem nýjar letranir, meitil- og skurð-
myndabrot eru fundin, og i Epidauros (við Æginuvíkina), þar
sem þeir hafa fundið leikhús og musteri Æskuláps (Asklepios),
en þar likneskjur frá blómaöld Grikkja, t. d. tvær af Nike
(sigurgyðjunni), báðar þó mjög skaddaðar. Fornfræðingur,
Stamakitis að r.afni, stendur nú fyrir eptirgreptinum i Aþenu-
borg, og hefir látið brjóta niður múra og gyrðingar, sem
seinni tiða menn hafa reist á sumum stöðum, t. d. umhverfis
Akrópólis, og fundið bæði hjer undir, einkum á svæðinu í
landsuður frá Parthenon, fjölda af fögrum bg merkilegum
fornminnum. Enn fremur láta Grikkir leita skipa og annara
muna á sjáfarbotni við Salamis, þar sem bardaginn stóð með
Grikkjum og Persum, og hafa þegar (að oss minnir) haft þaðan
upp bæði skip og aðra hluti, sem mesti fengur þykir í.
Schliemann hefir grafið eptir fornmenjum í Tírýns (í Ar-
gólis á Pelópennesus), og fundið þar konungsgarð eða höll
afarmikla af marmara og fornbergi, en súlur fiestar af trje.
Hann segir hún sje reist að minnsta kosti 2000 ára fyrir vort
bmatal, en merki tii að hún hafi eyðilagzt af eldi. Auðvitað