Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 173
ASÍA.
175
veit að þar muni betur komin og með þau dyggilegar farið
enn af hinum þarbornu mönnum. f>að er líka sagt, að hún
ætli að búa til stjórnardeild með forstöðu útlendra manna, sem
á að annast um járnbrautir, vegabætur og þau mannvirki sem
rikið leggur fram fje til.
Kórea.
í «Skirni» 1883 er noklcuð sagt af, hvernig Sínverjar og
Japansmenn elda hjer grátt silfur. J>ó deilurnar sem þar er
um getið fengju nokkurnvegin skaplegar lyktir, hefir sömu
dylgjum fram farið með þeim flokkum, sem hvorum um sig
fylgja. Stundum eru ráðanautar konungs af hinum sinlenzka
flokki, stundum af hinum. k Seint í desember dró þessi rígur
til illra tíðinda. f>eir menn skipuðu ráðaneytið, sem drógu
taum Sínlendinga, en kallað að þeir væru Japansmönnum óvin-
veittir, og því tóku hinir sig til og veittu ráðherrunum atgöngu
með vopnum og drápu 7 af þeim, en konungur tók sjer nýtt
áðaneyti af flokkinum sigursæla. Nú leið nokkra stUnd, og
einn dag bauð konsúll Japansmanna konsúli Englendinga til
veizlu. f>ann dag kusu hinir til hefnda og veittu nú hinu nýja
ráðaneyti sömu atfarir. Konungur og nokkrir hans vildarvinir
flýðu upp til fjalla og ljetu þar um hríð fyrir berast. Föður-
bróðir drottningarinnar var særður til ólífis. Höll sendiherrans
frá Japan eydd með eldi, og mörg önnur illvirki unnin í höf-
uðborginni (Seoul). Japansmenn sendu þá herskip til borgar-
innar og bældu rósturnar niður. Rússar eiga lönd ekki langt
frá Kóreu, og Vladivostok er þaðan á burt ekki nema 35
mílur, en fjöldi manna af Kóreukyni búa í landeignum þeirra
og una vel við að eiga þá yfir sjer. Rússnesk blöð hafa minnt
opt á síðan, að Rússum væri mál að kasta eign sinni á þetta
eyland, eða að minnsta kosti setja þar her á verði.
J a p a n.
Hjeðan eru engin markverð tíðindi að segja frá umliðnu
ári. f>að markverða frá þessu riki eru hinar staklegu fram-