Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 44
46
ENGLAND.
El-Kebir (1882) skyldi hafa aðalforustu þess hers, og skyldi þá
sótt suður til Khartum, er sumarhitinn tæki að rjena, og vextir
kæmu i Nílá. Hinum fiæga manni var hjer fyrir öllu trúað, og
tók hann það af, að allir aðalflutningar skyldu fara suður á
ljettiskipum eptir ánni, og fram með henni skyldi meginliðið
halda, þar til er hin mikla lykkja verður á ánni (við Ed-Debbeh),
og öræfaleiðin tekur við (eyðimörkin Bayuda). Hjer var þá
ekki í annað hús að venda, árleiðin sjálf (frá Kairó) yfir 300
mílna, og um ekki færri enn 6 gljúfrafossa að flytjast, en hin
leiðin yfir löng öræfi og vatnsleysur á sumum stöðum. Samúel
Baker hafði þegar ráðið frá Nilferðinni, og sagt, að hjer hlyti
allt að verða um seinan, en talið hitt sjálfsagt, að frá Suakin
skyldi leitað vestur, og hafa lið til frá Indlandi. Við því hafði
og Gordon helzt búizt. Að norðan gátu Englendingar ekki
lagt af stað fyr en í nóvember, og gerðu ráð fyrir að vera
alla leið suður komnir i febrúar, ef bærilega gengi. Wolseley
var á suðurleið kominn (til Dongola), þegar hann íjekk seinustu
boðsendingu frá Gordon (frá 14. desember). Til hans hafði
sendimaðurinn, sem hafði verið á flóttastigum alla leiðina, ekki
annað skriflegt enn þetta: »Frá Khartum góð tíðindi,« en
munnlega átti hann af öðru að segja. Umsátrið harðnaði, og
sífeldar viðureignir nætur sem daga, en við mikið ofurefli að
etja. Gordon bað Wolseley hraða ferðinni sem mest mætti, en
reka á leiðinni Súdansmenn frá Berber og frá öðrum stöðum
við Níl, að hann síðar ætti sveitir þeirra fyrir framan sig og
ekki að baki. Yfir vistaskorti var líka kvartað. Gordon skrif-
aði brjef til vinar síns í Kairó sama dag, þó vjer ekki vitum,
hvort sá sendimaður hefir haft það meðferðis eða annar maður,
en til Kairó barst það í lok febrúarmánaðar. I því stóð: »Öllu
er nú þegar lokið, og jeg býzt við úrslitum á 10 daga fresti.
Svo skyldi þó ekki hafa farið, ef jeg hefði fengið betri skýrteini
um, hvað landar minir (stjórnin) ætluðu sjer og höfðu í ráði. Jeg
bið nú alla sæla að lifa!« Urslitin drógust þó yfir það drjúgt
fram, sem Gordon hafði ætlað, og til þeirra skal sögunni í
stuttu máli áfram haldið. 8. jánúar þ. á. lagði lið Englend-
inga af stað frá Kortí, en fyrir því — hjerumbil 1500 manna