Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 41
ENGLAND.
43
Tammanieb heitir, rúmar 8 milur í vestur frá Suakin, og hingað
sótti Graham hershöfðingi 11. Marz, en bardaginn tókst í aptur-
eldíng daginn á eptir. Englendingar sóttu fram að víggörðum
hinna í tveimur ferhyrningsfylkingum, en Súdansmenn óðu
geist á móti hinni fremri og gáfu engan gaum að skothriðinni.
f>eir ruddust, stökkvandi, álútir eða skriðandi inn í ferhyrning-
inn, báru skildi sína fyrir móti bissustingjunum eða þrifu um
þá með annari hendi, en lögðu þá með spjótum sínum um
leið með hinni, er á hjeldu. Við þetta riðlaðist fylkingin og
hörfaði nokkuð skeið aptur frá fallbissum sínum, og fjellu þá
ekki fáir af því liði. Riddaralið Englendinga gerði þá atreið,
og hrukku hinir þar fyrir, og eptir það magnaðist svo skot-
hríðin þeim á hendur, að þeir máttu hvergi við haldast, en
mannfall hið ógurlegasta. Um nónbil var orrustunni lokið.
Englendingar ljetu hjer síns liðs 120, en sárir urðu 100 manna.
þeir höfðu barizt hjer við ofurefli. sem optar, að tölunni til,
því Osman Digma hafði til móts rúmar 12 þúsundir manna.
Sumar skýrslur ætluðu svo á, að af hans liði mundu hafa fallið
og særzt eitthvað um 6 þúsundir, en það virðist sem hjer hafi
ekki áreiðanlegri tölu orðið á komið. Einn Arabi, sem þeir
fundu lemstraðan á vigvellinum eptir bardagann, sagði, að af
Súdansmönnum hefðu fallið 1000 manna. Osman hjelt með
leifar hers síns vestur í fjallabyggðina, en hinir aptur til Sua-
kin. Á því svæði, eða þar eystra við Rauðahaf urðu engin
markverð tíðindi upp frá þessu eða fram til ársloka, en sú
varð raunin á, að Osman tókst enn að draga nokkuð lið að
sjer, eptir allar ófarirnar, þó að ný sókn að Suakin drægist
úr hömlu. Meginhluti enska hersins hvarf aptur til Egipta-
lands, nokkru síðar enn Englendingar höfðu stökkt á nýjan ieik
ef þeir þverskölluðust. Osman sendi þau svör aptur — og undir
nöfn 20 höfðingja — að Englendingar skyldu heldur sjálfir sjá að sjer,
hyggja sem fyrst á apturhvarf og taka rjetta trú. 'þcir mættu þó
vita, að sendiboði Guðs væri kominn til að hegna vantrú þeirra, taka
af þeim og öllum vantrúuðum (Tyrkjar til nefndir) eignir og völd,
og uppræta þá alla af jörðunni, sem vildu ekki til rjettrar trúár
snúast.