Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 157
SVÍtJÓÐ.
159
og hafði þar að auki mikið orð á sjer fyrir lærdóm (í náttúru-
fræðum). Hann varð 88 ára gamall. Hildebrand var einn af
orðlagðari fornmenjafræðingum Svía.
Ameríka.
Norðuraineríka (bandarikin).
Efniságrip: Annmarkagrein. — Forsetalcosning. — Tilhlutun ntan-
rikis. — Gjaldþrot og bankahrun. Ríkisfjárhagur. — Róstur i Cin-
cinnati. — Frá norðursigling. — Eldsvoði í kolanámum. — Verzlun,
skipastóll, og fl. — Gull og silfur haft úr jörðu 1882. -- Herskipun
— Uppfraiðing. Indíamenn. — Mannalát.
I ritgjörð eptir danskan mann, St. A. Bille, sem var um
tíma erindreki Dana í Washington, er svo um pólitiskt ástand
í bandaríkjunum að orði kveðið, að líkneskjan hjá Daniel spá-
manni með höfuð af gulli, osv. frv., en fætur af leiri yrði svo
ímynd þessa ríkis ef gullið kæmi neðst, osv. frv„ og leirinn efst.
Undirstaðan er góð, að neðan er allt hygggilega og rammlega
sett og skipað, grundvallarskipun stjórnarinnar í rikinu, hjeruð-
um, borgum og sveitum á bezta lögstofni, en stjórnarfarið
sjálft, meðferðin á umboðunum og löggjafarvaldinu — þetta
hefir Jengi rýrzt, já afskræmzt þvi meir sem ofar dró. Hin
æðri embætti og löggjöfin komust opt þeim í hendur, sem
skirrðust ekki napurlegustu pretta til fjefanga og fjárgróða. í
stórborgunum — Newyork, Chicago, Fíladelfíu, St. Francisco
og fl. komast opt verztu bófar og rusulmenni í borgarstjórn-
arembættin, ausa út stóríje til kosninga og endurkosninga, en
fá það margfallt aptur með ótrúlegustu klækjum. f>að komst
upp um suma embættismenn (við skattheimtu eða í umboðum
fjármálastjórnarinnar) í Albany, aðsetursborg stjórnarinnar i
Newyork (ríkinu), að sumum hafði fjenazt á ári hjerumbil