Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 26
28
ALMENN TÍÐINDI.
J>ar hefðu fundarmenn verið 1200, af þeim frá útlöndum
571. Siðan mót í Flórenz 1869, fundarmenn 357, frá útlönd-
um 87. þá í Vin 1873, fundarmcnn 671, frá útlöndum 194,
þá í Bryssel — fundarmenn 412, frá útlöndum 137 —, þá i
Genf 1877 — fundarmenn 365, frá útlöndum 242 —, þá i
Amsterdam 1879 — fundarmenn 630, frá útlöndum hjerumbil
300, og siðast i Lúndúnum 1881, en þar tala fundarmanna
3181, og af þeim hjerumbil 1000 frá útlöndum. Hann gerði
þar næst grein fyrir deildaskipun mótsins — i 9 deildir —
eptir fræðigreinum og fyrirmynd hinna fyrri funda, sjerílagi
Lundúnamótsins. Fundurinn stóð frá 10. til 18. ágúst, og er
svo skemmst frá að segja, að borgin og ríkismenninir spöruðu
ekkert til að gera viðtökurnar sem risnulegastar. Danir höfðu
mestu sæmd af frammistöðu sinni, og svo var henni á lopt
haldið bæði i blöðum og ritum útlendra þjóða. Næsta,fund mæltu
læknar með sjer og þágu boð læknanna frá bandaríkjunum í
Norðurameriku að gista Washington í Septerúber 1887. Ferð-
irnar yfir hafið ætla Amerikumenn að borga.
Kólera á Suðurlöndum.
Vor álfa varð enn að taka við þessum ófagnaðargesti í
siðari hluta júnimánaðar. Pestin kom fyrst til Toulon á Frakk-
landi með herskipi — að þvi ætlað er — frá Tonkin. 1 lok
mánaðarins var hún komin til Massiliu. Sumarhitinn var hinn
mesti, en þær borgir, sem fleiri, er við hafið liggja á suður-
löndum og þar sem mikið er um skipakomur og farmennsku,
eru öðrum fremur pestnæmar á þeim tíma árs, en viða heldur
áfátt hvað heilnæmi og hreinlæti snertir. Pestin færðist út til
næstu hjeraða og annara minni bæja þar syðra, Um ótta og
flóttáflug borgafólksins þarf ekki að tala, því þeir skunduðu á
burt þúsundum saman, sem á því áttu nokkra kosti, og verzlun
og atvinna varð í lamasessi þar til pestin tólc að rjena. það
var sagt, að í Arles, l)æ sem hefir eitthvað um 20 þús. ibúa,