Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 161
AMERIKA.
163
eldri við Englendinga, eða þeim sem nefndist eptir semjendun-
nm Clayton og Buhver (1850). Eptir honum skyldu hvorugir
heimila sjer neinn rjett á leiðarsundi þvi, sem gert yrði frá ár
mynni San Juans um Nicaraguavatn og að Kyrrahafi, eða
til neinna landeigna seilast i Miðameríku. Bandarikjamönnum
hefir opt sviðið, að þeir þá urðu að leggja höpt á sig gagn-
vart einu Evrópuríkinu, og hafa kallað hjer gert á móti Mon-
roereglunni, og þvi er þeim helzt i mun að fá samninginn frá
1050 ónýttan. Hann yrði lika rofinn, ef þeir hjeldu til kapps
með samninginn nýja við Nicaragua, en þegar hann var lagð-
ur fyrir öldungadeildina (fyrir ekki allslöngu), er sagt, að
umræðurnar hafi farið i hljóði, en hún hafi ráðið til að láta
það mál liggja enn um stund í salti. Mönnum líkaði heldur
ekki allsvel, er stjórnin i Washington hafði fulltrúa eða erind-
reka á Kongófundinum, og var kallað bandaríkjunum sizt sæm-
anda, að eiga þátt i stofnun konungsríkis í Afriku. Ef forsetinn
nýi lætur marka eitthvað fyrir til nýrrar stefnu, hvað afskiptin
utanrílds snertir, þá mun kostur að geta þess i næsta árgangi
þessa rits.
Gjaldþrot og bankahrun eiga heima og geta að borið i
öllum löndum, en það er náttúrlegt, að meira kveði að þeim
í bandaríkjunum enn annarstaðar. Hjer má kalla, að nýjar
gióðabrautir sjeu lagðar á hverjum degi, og hlutabrjefin hangi
þúsundum saman á hverju trje, sem girnilegustu ávextir. þeg-
ar menn minnast hvert ómælilegt verkasvæði bandaríkin eru
fyrir framtaksemi manna, þegar menn gá að öllum auðsupp-
sprettunum, hvort sem eru málmar eða steinolía, þá er ekki
furða þó margir laðist að þeim og að mörgum verði til ginn-
ingar og ekki gróða. Ein slcýrsla segir svo, að þau skulda-
brjef og hlutabrjef, sem voru á boðstólum 5 Newyorkarsamkund-
unni 1882 og 1883 hafi að upphæð numið 33 millíörðum
króna. Menn reikna, að eigendur hlutabrjefa sem föl voru i
Kaupmannasamkundunni í Newyork, hafi á árinu 1883 tapað
meir enn hálfum fjórða milliarð króna. Á þvi ári urðu líka
þrotabúin (manna og fjelaga) 9200 að tölu. Vjer skulun geta
nokkurs um bankahrun árið sem leið. í maimánuði gerðist
11*