Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 160
162
AMERÍKA,
land hjeldi sjálfur að mestu kyrru fyrir, en Blaine fór sem á
vængjum vindanna um flest sambandsríkin, og hjelt um tima
10—20 ræður á hverjum sólarhring. Auðkýfingurinn og «járn-
brautakonungurinn» Jay Gold fylgdi mjög hans máli, og i
veizlu, sem hann hjelt Blaine voru ekki færri 200 «millíónera»
(millíóneigenda), og skutu þeir þar hálfri millíón dollara saman
til að styðja kosninguna með atkvæðaflcaupum og öðrum brögð-
um. Allt þetta kom þó fyrir ekki, og Cleveland sigraði með
yfirburðum 37 atkvæða (kjörmanna).
í «Skírni» 1882 er minnzt á þá grundvallarreglu, sem
Monroe forseti birti í boðun sinni til þingsins 1823, og stjórn
bandaríkjanna hefir í öllum höfuðatriðum haft siðan fyrir leið-
arvísi. Evrópu ríkjum skal ekki látið uppi haldast, að komast
yfir meiri landeignir i Vesturheimi, enn þau hafa hlotið, og
eigi heldur að halda þar einveldi uppi eða endurreisa, sem
lönd í þeirri álfu leysa sig úr tengslum og skapa sjer þjóð-
veldislög. Bandaríkin skulu eigi hlutast til um deilur eða mál
Evrópuþjóða, en þær verða líka að láta allt hlutlaust í Vestur-
heimi. Bandaríkin hafa glöggvar gætur á Miðameriku, og það
er eins með skurðarsundið yfir Panamaeiðið og með Suesseiðs-
sundið, að allt er ekki enn komið í kring, og ágreiningur get-
ur orðið um, hvertilsjóninni skal helzt ráða. Bandarikin hafa
litið hornauga til sundsins nýja, og því hefir samning-
ur komizt á um aðra skurðargerð milli Karaibiska
hafsins og Kyrrahafs (við Brito) með þeim og þjóðveldinu
Nicaragua. Með þessu móti höfðu bandaríkjamenn tvennt i
takinu, að helga sjer stöð í Miðameríku, ■ halda þar vörð og
tilsjá, því sundið skyldi þeirra vera, en Nicaragua eignast
helminginn af tekjunum, og í annan stað vildu þeir draga svo
mikið sem mætti frá Panamasundinu*). Hitt er og auðskilið,
að um herskipasigling um þeirra eigið sund yrði allt þeim
sjálfrátt, en erfiðara að skilja neitt til um þær siglingar, hvað
hitt sundið snerti. En nú var þessi samningur á móti öðrum
*) J>að er nú langt á leið komið, og að því vinna að jafnaði 50,000
manna.