Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 69
FRAKKLAND.
71
sumum atriðum. Aðalgreinir þeirra eru: þjóðveldi skal vera
aidaskipun rikis á Frakklandi, og til forseta skal engan prins
mega kjósa af þeim ættum, sem þar hafa setið að völdum.
Kosningar (75 manna) til æfilangs seturjettar ’ i öldungadeild-
inni skulu úr lögum numdar, og sömuleiðis bænagerð á þing-
setningardögum. J>eir höfðu mikið til sins máls sem sögðu, að
árangurinn hefði ekki orðið þeirrar streitu verður, sem hjer var
um garð gengin, og að hin nýja löghelgan þjóðveldisins mundi
bæta litlu við því til tryggingar, ef illa bæri undir. — I hinni
síðari setu þingsins bar stjórnin upp nýmæli til kosningarlaga
fyrir öldungadeildina. Ný rimma og hörð, áður sarnan gekk.
Niðurstaðan varð, að allir skyldu kosnir af hjeraðanefndunum
til 9 ára setu, en í stað þeirra, sem nú ættu sæti í öidunga-
deiidinni æfilangt, skyldi svo kjósa smám saman, sem þeir
fjellu frá.
Að svo komnu hefir þjóðveldið lítið að óttast af hálfu ein-
valdsflokkanna, og af þeim er annars lítið að segja. Napóleons-
liðar standa öndvert i tveim flokkum. Blöðin lcalla þá Jeróminga
og Viktorsvini. I janúarmánuði fórust Viktor svo orðin í brjefi
,il Páls Cassagnacs — forustukempu Napoleonsliða, en mótstöðu-
manns Jerómes —, að hann vildi ávallt tvennt forðast: bylt-
ingaráð og óhlýðni við föður sinn og hans boð og fyrirlögur.
Skylda sín væri í fremsta lagi, að búa sig með biðlund og sem
bezt undir köllunardaginn, þann dag erFrakkland kveddi hann
hann til sinnar þjónustu. I febrúar sóttu 80 flokkafulltrúar á
fund Jerómes, og hafði hann þá Viktor við hliðina á sjer, en
um það leyti var endurskoðun ríkislaganna eitt höfuðefnið í
blöðunum og á fundum. Jeróme talaði drjúglega um málstað
sinn og Napóleonsniðja, um skyldur þeirra, um þarfir þjóðar-
innar og rjett hennar til að kjósa sjer höfðingja, og hvernig
þetta allt væri saman fellt og fjötrað, en lagði um leið rikt
við, að þeir feðgar væru í öllu á einu máli. Hann sagði, að
fuadamótið þann dag bæri allt bezt aptur, sem kvisað væri um
ágieining þeirra. En þegar i maímánuði hafði hann þó svo
majnazt, að Viktor hafði strokið á burt frá heimilinu, og
þeg'ð skotsilfur — 40,000 franka til ársútgjalda — af mót-