Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 155
SVÍMÓÐ.
157
Sem sögu Svía er háttað, er frelsi og frjálslyndi þar eng-
ar nýjungar, er um pólitisk efni ræðir, en hitt má vera, að
hvorugt sje með þeim fjörbrag eða blæ tímans, sem í mörgum
öðrum löndum, og mönnum þótti t. d. heldur bregða við eptir
viðburðina í Noregi, og það var sem þeir hefðu andað fjöri í
Svia, þegar þeir gengu til þingkosninganna það er nokkuð
líkt með Svíum og Englendingum: að frelsi og forneskja fer
saman í mörgum greinum. Lotningin fyrir Guði og konungin-
um er sarna dyggð hjá hvorumlveggju. Skáld Svia, sem
Strindberg he'itir, og hjá þeim frekhyggjandi kallaður, hafði
skrifað skáldsögur, sem hann kalladi «GiJtas», og stóð þar mart
mergjað og bermælt. um hjúskap og samband Uarls og konu.
Að slíku var ekki mjög fundið, en að hinu því meir, að ein
persónan er látin tala á einum stað nokkuð hneyxlanlega um
sakramentið, j). e. að skilja: telja tvimæli á um leyndarkrapt
brauðs og víns, sem allir vissu hve ódýrt í sjer væri. Bókin,
var gerð upptæk og höfundinum stefnt i dóm. Lyktirnar urðu
þó, að bókin var laus látin og Strindberg gerður sýkn salca.
1 haust fóru kosningar fram og voru með kappsótt-
asta móti. Ul úr stofni landmannaflokksins hefir vaxið nýr
flokkur, sem efldist drjúgum við kosningarnar, en er talinn
með þeim fremstu í frelsis fylgi til allra mála. Hann nefnist
Rundbácksflokkur eptir nafni foringjans. Höfuðborgin kýs (í
einu iagi) sextán fulllrúa til þings (neðri deildarinnar), og urðu
þeir næstum allir af þvi liði, sem framsókuartnenn kallast i
öðrum löndum. Sökum annmarka við Stokkhólmskosningarnar,
voru þær ógildar gerðar, en hjer urðu allir endurkjörnir, utan
einn, ef oss man rjett til, og hins með, að í hans stað kæmi
einbeittari frelsisliði.
I Stókkhólmi áttu lögfræðingar norðurlanda fund með sjer
37.— 29. ágúst. Af helstu umræðuefnum fundarmanna, sem
sumir þeirra höfðu samið ritgjörðir um eða frumvörp til laga, skal
nefna: lögaldur 21 árs, takmörkun á heimturjetti til lausra
aura, sem eigandinn hefir misst móti vitund og vilja, en síðan
farið sölurn hönd af hendi, og bætur þeim til handa af rík-
isins hálfu, sem hafa saklausir sætt varðhaldi eða dómi. Öll-