Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 2

Skírnir - 01.01.1889, Page 2
4 FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR. ausið ógrynni fjár í herbúnað. J>að má líka ausa vatni í botn- laust kerald. En keraldið verður aldrei fulit og herbúnaðurinn verður aldrei nógur. Skuldir hins franska þjóðveldis eru rúmar 31,000 miliónir fránka1). Franskur þjóðmegunarfræðingur, C. Gide að nafni, hefur reiknað út, að ef öll þessi skuld væri borguð í silfurpeningum, þá mætti byggja úr þeim þristrendan strók (pyramide), sem næði yfir 9,000 ferhyrningsfet á yfirborði jarðar og væri 900 feta á hæð. Hann yrði þannig tvöfalt á hæð við hæzta «pyramida» Egygta, eða jafnhár og Eiffelturn- inn, sem verið er að reisa i París! Gide stingur uppá að setja hann við hliðina á þeim turni, til að sýna hvað þunga skulda- byrði Frakkar bera á herðum sér. þegar kvennfólk, börn og aðrir sem eru undanþegnir sköttum er talið frá, þá liggur þessi byrði á herðum 10 milióna manns; koma þá meir en 3,000 fránka á hvern. Árið 1801 voru skuldir Frakka um 1000 miliónir fránka. Síðan hafa þær aukizt að jafnaði um 333 miliónir á ári, eða nærri um milión (912,000 fránka) á dag og um 130 fránka á hverri minútu!! það er einkum í hin síðustu 30 ár að þær hafa aukizt svona voðalega. Skuldir Englend- inga, sem stafa frá striðinu við Napóleon í byrjun aldarinnar, yrðu hæzti «pyramidinn» næst Frakka, en þó ekki nema 360 fet á hæð o. s. frv. Skuldastrókur Noregs yrði eitthvað 41/? fet á hæð. Sonur hins alkunna skáldsöguhöfundar Bulwers, Lord Lytton, sem nú er sendiherra Englendinga í París, hélt 9. nóvember 1888 ræðu við háskólann í Glasgow um þjóðaréttinn á meginlandi Enrópu. Hann sagði meðal annars, að hin 5 stórveldi á meginlandinu (Frakkland, þýzkaland, Rússland, Austurríki og Ítalía) hefðu 12 miliónir vopnaðra manna til taks og eyddu 120 miliónum punda sterling (2,160 miliónum króna) til að halda þeim við. Yflrlit yflr her, flota og skuldir Evrópu. England: Her: 811,000. Floti: 720 skip. Skuldir: 694 mil. £ (12,492 mil. kr.). Hér skal þess getið, að ekki er talið með lið nýlendn- ‘) i fránki = 72 aurar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.