Skírnir - 01.01.1889, Page 8
10
FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR.
inum og aldrei hafa |>jóðverjar verið meir á glóðum. Flestir
höfðu augun á hinum litlu dyrum nálægt sæti forseta, sem
Bismarck er vanur að koma inn um, og heyrðist ekki annað
í þingsalnum en þyturinn i mannþyrpunni. Klukkan 1,45 kom
Bismarck inn með hið alþekkta rauða skjalaveski sitt i hend-
inni og settist í sæti sitt; hinn risavaxni blýant hans lá þar á
borðinu. Forseti hringdi og sagdi: Fiirst Bismarck, ríkis-
kansellerinn, hefur orðið. Bismarck talaði hægt og ekki hátt.
Nokkru fyrir klukkan 3 settist hann niður i 10 mínútur, en
hélt áfram. Klukkan 3,ss endaði hann þessa miklu ræðu, sem
meðal annars gefur yfirlit yfir margt af aðgjörðum hans í utan-
rikismálum 1860—88. Hann drakk sódavatn og cognac til að
hressa sig; 'sonur hans Herbert rétti honum það við og við.
Jeg ætla þá að lofa Bismarck að segja lesendum Skírnis frá
stórpólitikinni í Evrópu; jeg treysti honum til að gera það
betur en nokkur Skírnisskrifari, fyrverandi eða núverandi; jeg
þýði þá kafla úr ræðu hans, sem merkastir eru.
Ræðan.
«Jeg tek ekki til máls í dag til þess að biðja yður að
samþykkja frumvarp það, sem er til umræðu. Jeg efast ekki
um að þér, eins og nú er ástatt, munið auka her vorn. það er
öllu fremur horfið í Evrópu sem jeg mun tala um. Jeg geri
það nauðugur, því eitt orð getur spillt mörgu og mörg orð
eru til litilla bóta. En jeg geri það til að stiila til friðar. Ef
jeg ekki talaði, mundu menn halda að jeg, utanríkisráðgjafinn,
þyrði ekki að tala um þetta mál. Jeg gæti látið mér nægja
með að vísa til þess, sem jeg hef áður sagt hér1). Horfið
er i raun og veru hið sama nú, að góðu og illu. þá vofði
yfir ófriður við Frakkland. Siðan hefur Frakkland skipt um
forseta. það er góðs viti, að þeir hafa ekki rokið upp á
oss um leið. þeir hafa ekki ögrað oss. það virðist eins
og þeir séu orðnir ráðsettari en áður.
Jeg held líka að hugarþel Rússa til vor sé hið sama og
) Sjá Skírni 1888 bls. 5 — 7.