Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 12

Skírnir - 01.01.1889, Page 12
14 FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR. um vorum, Rússum, greiða, þvi vér leystum hendur þeirra við Svartahaf með sigrum vorum. Öll viðskipti vor við Rússa stefndu að því að halda við gömlum vináttuböndum. (Bismarck stendur upp). Árið 1875 sýndu Rússar oss í fyrsta skipti óvináttubragð. Hinn rússneski embættisbróðir minn Gortjakoff gerði oss rangt til, að því er Frakkland snerti, í hraðfrétt. Svo kom stríðið milli Rússa og Tyrkja. A undan því gerðu Rússar og Austur- rikismenn samning um Bosníu1). Vér vorum glaðir þegar ill- viðrið fór i suðurátt. Friðurinn (i San Stefanó) var ekki Rúss- landi hagkvæmari en Berlinarsamningurinn2) árið eptir. Jeg lá veikur i Friedrichsruhe, þegar Rússar skoruðu á mig að kalla saman stórveldafund. Jeg gerði það hálfnauðugur því það var' ábyrgðarhluti að stýra þeim fundi. En jeg tókst það á hendur af skyldurækt til að halda við íriðnum. Fundurinn var haldinn og jeg þori að segja, að jeg, að svo miklu leyti sem hagur ættjarðar minnar leyfði það, kom fram á honum eins og jeg hefði verið fjórði fulltrúi Rússa3), og jafnvel betur (hlátur). Eptir fundarlokin sagði jeg við sjálfan mig: nú fæ jeg víst hið hæzta rússneska heiðursmerki með demöntum í (hlátur). En i stað þess var heimtað af mér, að jeg skyldi heimta hitt og þetta af Austurríki, sem jeg ekki gat gengið að; ef vér hefðum hrint Austurríki frá oss, þá hefð- um vér orðið undirlægjur Rússa. |>á komu hótanir; svo neyddist jeg til þess sem jeg hafði lengi komizt hjá, að velja um Rússland eða Austurríhi. Jeg valdi Austurríki og þá (1879) var sá samningur gerður, sem hefur verið birtur nýlega. það er rangt að segja, að þessi birting sé sama og að setja Rúss- um tvo kosti, frið eða ófrið. Samningurinn er og verður báðum rikjunum í hag (heyr). Hann er þess vottur að þau eru samtaka í öllum hættum. Eins er um oss og Itali — vér styðjum og verndum hvorir aðra. Traust allra sambandsríkjanna til þess, að ekkert þeirra verði undirlægja annars, er vottur þess hversu öruggt *) Austuríki heldur Bosniu enn. a) þessu lýgur Bismarck, segja Rússar. 3) Lygi, segja Rússar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.