Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 15

Skírnir - 01.01.1889, Page 15
FKIÐUR F-ÐA ÓFRIÐUR. 17 Yfir höfuð óttumst vér þjóðverjar engan nema guð. Ættjarðar- ástin frá frelsisstriðinu 1813 og 1814 er nú eign allrar hinnar þýzku þjóðar. þegar striðsstundin kemur, mun hver þýzkur hermaður, sá hæzti og sá lægsti, fús og glaður leggja líf sitt i sölurnar fyrir þýzkaland með orðtakinu: Fur Gott, Kaiser und Vaterland (Fyrir guð, keisara og föðurland) (Lengi og hátt ópað heyr). þingið samþykkti i einu hljóði og umræðulaust heraukann. Bismarck komst með naumindum heim til sín, því Berlínar- búar ætluðu að jeta hann upp. Frumvarpið var afgreitt eptir aðra og þriðja umræðu frá þinginu 10. febrúar. Frakkar og Rússar tóku þessari heljarræðu með stillingu. Blað Rússa- stjórnar Journal de St. Petersbourg sagði að ræðan væri ágæt, en landamæri Rússa og þjóðverja væru 200 mílur á lengd og hvert land hefði rétt til að tryggja sig sjálft eins vel og það gæti. Vilhjálmur prins (nú keisari), son krónprinsins, hélt ræðu i Brandenburg og lofaði Bismarck framúr öllu valdi; hann brúkaði orð Bismarcks og sagði: «vér Brandenburg-menn ótt- umst guð einn, en annars ekkert i þessum heimi». Daginn eptir að herlagafrumvarpið var afgreitt frá þinginu, ll.febrúar, skýrði blaðið «Neue Freie Presse» í Vín frá, hverjum samningum Ítalía væri bundin við hin önnur tvö riki í þrenningarsamband- inu. Italia og Austurríki eru samhent i öllum málum á Balkans- skaga. Ítalía og þýzkaland hjálpa hvort öðru ef Frakkar ráð- ast á annaðhvort þeirra. Stjórnirnar hafa ekki borið þetta aptur, svo það mun vera nálægt sönnu. Aptur á móti hefur það reynst ósatt sem blaðið sagði, að England hefði gert samning við Ítalíu um að styðja það á sjó i Miðjarðarhafinu. þannig eru þá Rússland og þýzkaland skilin að fullu og öllu og þrenningarsambandið komið í stað sambands hinna þriggja keisara. það er þetta merkisatriði i sögu síðari helm- ings hinnar nítjándu aldar, sem ræða Bismarcks hefur skýrt betur en nokkuð annað. Af Búlgariukaflanum í ræðu Bismarcks leiddi það, að Rússastjórn stakk upp á 23. febrúar, að öll stórveldin skyldu lýsa yfir að Ferdinand væri ólöglega að kominn furstatign í Búlgaríu og skora á soldán að reka hann burt. En Austur- 2

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.