Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 16

Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 16
18 FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR. ríkismenn og fl. vildu að Rússar segðu hver ætti að taka við stjórn eptir Ferdinand. Hinn þýzki sendiherra studdi sendi- herra Rússa í Constantinópel, svo að soldán þorði ekki annað en að senda í snatri hraðfrétt til Stambúloffs, æðsta ráðgjafa Ferdínands i Sofíu á þá leið, að landsvist Ferdinands væri ólðgleg og andstæð Berlinarsamningnum, þetta var 6. marz. Stambúloff svaraði ekki og 9. marz dó Vilhjálmur keisari og þá var Búlgariu gleymt um langan tíma. Ferdínand situr þar enn að völdum (í febrúarlok 1889). Sendimaður frá blaðinu «New York Herald* hafði hitt Bismarck þá dagana sem hann hélt ræðuna. Hafði Bismarck sagt honum, yfir kampavini, að ekki byggist hann við ófriði fyr en vorið 1892, en sjálfur mundi hann varla lifa lengur en til 1893. Jeg læt ósagt hvort þetta er satt, en ekki hefur Bis- marck borið það aptur. III. Landamæri Frakka og þjóðverja. þrenningar- sambandið eða friðarsamsærið. A landamærum þessara tveggja þjóða, Frakka og þjóð- verja, er heldur en ekki nábúakritur. I Skirni 1888 bls. 9—11 sagði jeg frá ýmsum þess háttar ertingum sem gerðust 1887, þeim heldur áfram, og svo sýnist sem þjóðverjar narti meir í Frakka en Frakkar i þá, að minnsta kosti á sjálfum landa- mærunum. 1 janúarmánuði var gamall maður franskur, sjötugur að aldri, á dýraveiðum og steig í ógáti yfir landamærin. þýzkur varðmaður tók af honum byssuna og hann sá hana aldrei aptur. þesskonar kemur svo opt fyrir að jeg vil ekki vera að telja það upp. En í Elsass og Lothringen var hugarþelið til Frakka hið sama, eptir sem áður; þá kom Bismarck i hug snildarráð til að stía Frökkum burt frá þessum fylkjum. Hann gaf út 22. mai tilskipun um, að hvert mannsbarn, sem stígur fæti yfir landamæri þýzkalands frá Frakklandi, hverra erinda sem er, skuli sýna leiðarbréf frá sendiherra þjóðverja í París eða verða apturreka. þetta er gert, segja blöð Bismarcks, til að hamla frönskum æsingum, en i rauninni kemur þetta ferða- bann hart niður á mörgum öðrum en Frökkum. Sendiherrann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.