Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 18

Skírnir - 01.01.1889, Side 18
20 FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR. munir þeirra væru ekki óhultir á henni. Nokkur hluti þing- manna lýsti seinna yfir, að þeir væru ekki Tisza samdóma. Hin franska stjórn tók þetta óstinnt upp og utanríkisráðgjafi Austurríkis og Ungverjalands varð að afsaka það við hana. Frökkum sárnar, að Italia skuli vera í fjandaflokki þeirra. Margur hraustur franskur drengur lét líf sitt 1859 til að bjarga Italíu úr klóm Austurríkis. f>ess vegna eru Frakkar mjög hör- undsárir, sem von er, við ítali. í byrjun ársins lét ítalskur em- bættismaður taka með valdi skjöl hjá hinum franska konsúl i Flórens. Auðmaður frá Túnis dó í þessum bæ, og af því það land er undir vernd Frakka, tók konsúll til sín skjöl hans. Eptir miklar bréfaskriptir og langar og harðar rimmur i blöð- unum, var málið jafnað þannig, að embættismanninum var veitt embætti í öðrum bæ, en ítalir héldu skjölunum og arfinum, sem var um 3 miliónir. það var mest að þakka stiliingu og hægð hins franska utanrikisráðgjafa sem þá var, Flourens, að báðir létu undan og þetta varð ekki að ófriðarefni. ítaiir hafa slegið eign sinni á Massovah við rauða hafið. Nú heimta þeir að Frakkar, sem þar búa, hlýði sér, en áður hafa þeir hlýtt hinum franska konsúl í borginni. Frakkar kváðu þetta vera ólög, því Italir hefðu ekki tilkynnt sér, að þau lög sem áður giltu þar i landi, væru úr lögum numin. Crispi og Goblet, utanrikisráðgjafi Frakka, skrifuðust á hvert bréfið á fætur öðru útaf þessu og deilan harðnaði dag af degi. Crispi var ósvifinn i orðum, en Gobiet hógvær. Flest stórveldin voru með ítölum en Rússar og Tyrkir voru á máli Frakka. Crispi brá sér til Friedrichsruhe 21. ágúst að hitta Bismarck, sem tók honum forkunnar vel, og gekk stundum saman með hon- um. Crispi fór þaðan 23. ágúst og hitti Kálnoky'), utanríkis- ráðgjafa Austurrikiskeisara, á leiðinni suðureptir i Eger 26. ágúst. Enginn veit hvað þeir hafa talað, en nokkuð er það, að Crispi var miklu hógværari eptir þessa ferð. Massovah-málið féil niður eptir þetta. En Kálnoky fór i miðjum september- mánuði til Friedrichsruhe að tala viðBismarck; Bismarck þurfti ekki að hasta á hann eins og Crispi þvi Kálnoky er einstakur stillingarmaður. ') Komman yfir a í Kál merkir að áherzlan liggur á þeirri samstöfu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.