Skírnir - 01.01.1889, Page 20
22
VMíSLEGT.
að mem fari að sendast á fonogram (hljóðrit) í stað bréfa, því
hljóðgeymirinn innan úr hljóðritanum er miklu minni fyrirferðar
en bréf og hann má senda manna á milli. Með þessari vél
má stela söng og söngleikjum o. s. frv. og eru menn byrjaðir
á því i Ameríku. Margir spá að þessi vél muni valda eins
miklum breytingum á viðskiptum manna, eins og fréttaþráður-
inn. Tunguritinn er vél á gufuvagninum á járnbrautarlest
sem kallar upp hátt nöfn járnbrautarstöðvanna og ýmislegt
annað sem farþegjar þurfa að heyra. Edison hefur góðar
vonir um að þessi vél geti afstýrt járnbrautaslisum. Hún hefur
mannsmál, en röddin er tröllaleg.
Vinnukraptur allra gufuvéla í heimi er eins mikill og afl
46 milióna hesta. Afl gufuhests, sem svo kallast, er jafnmikið
og afl þriggja lifandi hesta. Afl eins lífandi hests er talið
jafnmikið og 7 manna afl. þannig er afl allra gufuvélanna á
við afl nærri 1000 milióna manns. Af þessu 46 milióna hesta
afli eiga Bandaríkin 7,500,000, Englendingar 7 miliónir, f>ýzka-
land 4,500,000, Frakkland 3 miliónir o. s. frv.
Nákvæmar fréttir um Grænlandsför Dr. Frithiof Nansens,
verða að biða næsta Skírnis, en bréf hans til Gamels stórkaup-
manns, er svo merkilegt, að jeg set það hér.
Godthaab 4. október 1888.
þá hef jeg loksins þá miklu gleði, að geta látið yður vita,
að jeg hefkomizt þvert yfir Grænland frá austri til vesturs. f>ví
miður leyfir hinn naumi tími mér ekki núna að lýsa neinu út
í æsar. Jeg hripa aðeins nokkrar Hnur, með þeim Grænlend-
ing, sem jeg nú sendi suður á leið til þess að reyna hvort
jeg get fengið gufubátinn Fox í Ivigtut til að flytja oss heim
í haust. Ef Grænlendingurinn skyldi ná gufubátnum og
hann yrði að fara og gæti ekki sótt oss, skrifa jeg þessar
fáu línur til að láta yður vita að vér erum á lífi og vel lif-
andi. f>ér vitið að vér yfirgáfum Jason 17. júlí og héldum að
vér næðum landi næsta dag. En oss brást það. Isbrot,
straumar, ófær is. sem vér hvorki gátum róið yfir eða dregið
bátana yfir, hamlaði oss. Einn báturinn brotnaði en vér gerð-
um við hann svo hann varð jafngóður. Vér rákum frá landi,
með 7 milna hraða á dægri, og rákumst i ísnum tólf daga.