Skírnir - 01.01.1889, Side 21
ÝMISI.EGT.
23
Vér streittum að landi, komumst nálægt þrisvar, rákum frá
landi þrisvar með meiri hraða en vér gátum róið móti. Einu-
sinni í heilt dægur lá oss við bana í brimróti í ísnum. Eptir
12 daga rákumst vér i land við Andretok, fyrir norðan Cap
Farvel, á 61. breiddargráðu og ögn meir. Rérum norður á
við, komum til Umivik og lögðum upp á ísinn 15. ágúst.
Stefndum á Christianshaab. Snjóhríðir miklar og ill færð. Sá-
um að vér mundum ekki komast nógu snemma tii Christians-
haab til að komast heim í ár. Meiri von um það ef vér stefn-
um á Godthaab, iíka þýðingarmeiri að rannsaka isinn, þar
sem enginn hefur verið á honum. Stefnum á Godthaab hérað;
hæð issins hérumbil 10,000 fet, kuidinn 40—50 stig. í
margar vikur vorum vér meir en 9,000 fet yfir sjávarflöt.
Mikil illviðri, laus snjór, ákaflega vond færð. Loks í septem-
berlok komumst vér niður á landið fyrir innan Godthaab,
fundum mjög illan og ójafnan ís. Komumst samt áfram ofan
í fjarðarbotn á Ameralikfirðinum, smiðuðum bát úr tjaldgólfinu
(segldúk), reyrstöngum og viði.
Sverdrup og jeg rérum afstað í honum og komum hingað
(til Godthaab) í gær, 3. október, en hinir 4 verða sóttir svo
fljótt sem unnt er; þeir eru víst heldur matarlitlir sem stendur.
þetta er í stuttu máli sagan af oss. Annars líður oss öllum
mjög vel og allt hefur gengið sem bezt. Nú vona jeg bara
að vér náum þessu gufuskipi og að þér þannig i stað þessa
bréfs fáið að sjá vor sólbrenndu andlit.
Með mörgum kveðjum
yðar einlægur
P. S. Friðþjófur Nansen.
Verið þér sælir; í þessu augnabliki verður Grænlendingur-
inn að nota byrinn og leggja af stað. Hann á að róa 60 mílur.
Aður hafa komið tvö bréf frá Nansen til Gamels, dagsett
15. og 17. júli; þau segja frá veru hans á ísafirði á íslandi
og ferð hans til Grænlands. íslenzkan hest, sem hann hafði
með sér til Grænlands, varð hann að skjóta á leiðinni vegna
heyleysis. Næsti Skírnir verður að segja frá ferð Nansens um
Grænlandsjökla, því hann kemur ekki til Evrópu fyr en í
maílok.