Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 22

Skírnir - 01.01.1889, Page 22
24 ÝMISLEGT. Sama er að segja um Stanley, að bréf frá honum eru ókomin enn nema ómerkilegt bréf til Tibbú Tibs, Arabahðfð- ingjans, sem heldur vörð við efri hluta Kongófljótsins. Stanley hafði komið til herbúða sinna við Aruwimifljótið 17. ágúst 1888 (hann lagði af stað þaðan í júlí 1887) að sækja vistir ; hann hafði hitt Emin pasja og ætlaði aptur til hans. Árið 1888 var verið að grafa 3 stórskurði í heiminum, Panamaskurðinn, Korintuskurðinn og Manchesterskurðinn. Uin Panamaskurðinn skal jeg segja í Frakklandsþætti. Korintu- skurðurinn gegnum eiðið við Korintuborg er líka grafinn af Frökkum. Manchesterskurðurinn á að gera Manchester að sjóbæ, og verður skipgengur. Frá sýningunni i París verður næsta árs Skírnir aðgreina. FifFelturninn er nú algjör. Hann er rúm 900 feta á hæð. Minningarvarði (obelisk) Washingtons í bænum Washington er 555 feta á hæð, en engin bygging í heimi kemst i hálfkvisti við Eiífelturninn; 180 vinnumenn hafa unnið að honum og hann er allur úr járni. Rafurmagnsljós verður haft ofan á honum; 10,000 manns geta verið í turninum i einu og yfir- smiðurinn Eiffel ætlar að búa ofan á honum sjálfur. |>að kostar 5 fránka (3 kr. 60 aura) að fara upp efsta lopt í honum, en minna upp á neðri loptin. Á hverju lopti eru stórar veitingastofur. Parisarbúar urðu dauðhræddir einn dag er .sagt var að turninn hallaðist, en það hefur reynst ósatt. Á Parísarsýningunni verður flest að sínu leyti eins stórkostlegt eins og turninn! England England, bound in with the triumphant sea. (England, girt sigrandi sæ). Shakespeare’s Richard II. Act 2, Scene i. Floti og her. þingsaga. Gladstone. Wales. Kanada. Afríka. Lundúnir. Imþerial Federalion. Mannalat. England er hið eina land í Evrópu, sem ekki hefur lög- leitt almenna herskyldu. |>ess vegna spá dönsku blöðin (hvort

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.