Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 25

Skírnir - 01.01.1889, Side 25
ENGLANl). 27 Tekjur og útgjöld Englands voru líkt og i fyrra, um 90 mil- iónir punda sterling. Goschen færði telcjuskatt úr 7 pence (== 56 aurar) af 1 £ (= 18 krónur) niður i 6 pence (== 48 aurar). Hann varð að verja fé til héraðastjórnanna og lagði því toll á aðflutt vinföng. Með þessu móti stóðust tekjur og útgjöld vel á. Flokkarnir á þingi eru ekki jafn fjölmennir nú og árið 1886, þegar kosningar fóru fram. Siðan hafa verið margar aukakosningar og 1. marz 1889 stóðu þingflokkarnir að vígi sem nú skal greina. Arið 1886 voru Salisburys liðar (Con- servatives) 816, Chamberlains og Hartingtonsliðar (Liberal Unionists) 78, Gladstones liðar (Liberals) 196 og Parnells liðar (Parnellites) 80. f>annig hafði Salisbury 394, en Gladstone 276 fylgismenn. I marzbyrjun 1889 voru Salisbury liðar 312. Uniónistar 70, Gladstoningar 203 og Parnellingar 85. þannig hafði Salisbury 382 og Gladstone 288 fylgismenn. Árið 1886 hafði Salisbury 118 atkvæðum meir en Gladstone; i marz- byrjun 1889 hafði hann ekki nema 94 atkvæðum meir1). Einkum var það allmerkilegt að einn af þingmönnum Edína- borgar, Buchanan, sem var valinn 1886, sem Uniónisti, lagði niður þingmennsku. Hann kvaðst hafa breytt skoðun sinni og vera kominn á mál Gladstones. Kosning fór fram 19. febrúar og hann var endurkosinn. Af þessu má marka að hin enska þjóð er að snúast á mál Gladstones, þó hún fari hægt að þvi. Irland og írska málið er enn þá aðalmálið á Englandi utanþings og innan. Balfour, Irlands ráðgjafi, hefur sett marga irska þingmenn í fangelsi útaf fundahöldum og ræðum. Einn af þeim, Mandeville að nafni, dó nokkru eptir að hann kom út úr fangelsinu í Tullamore. Gladstor.ingar segja, að Balfour hafi kvalið lífið úr honum. Enskt skáld, Wilfred Blunt, sem er giptur dóttur Byrons, var settur í fangelsi fyrir ræðu. Hann bauð sig fram á einum stað til þings, meðan hann sat i fang- elsi. Kona hans hélt ræður og barðist á ýmsa vegu með snilld fyrir kosningu hans. Mótstöðumaður hans varð samt 2) Siðan þetta var skrifað hefur Salisbury misst einu fylgismann við aukakosningu og Gladstones flokk fjölgað um einn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.