Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 26

Skírnir - 01.01.1889, Page 26
28 ENGLAND. kosinn. í ræðu einni, sem Gladstone hélt um haustið 1888 i Wales, sagði hann að ekki hefði hinn alræmdi Ferdínand annar í Neapel farið ver með politiska fanga en Balfour færi með þing- menn Ira. þannig er irska málið enn þá óútkljáð. I Skírni 1888 bls. 24 sagði jeg frá bréfum þeim, sem Times hafði birt og sagt, að þau væru eptir Parnell. Parnell krafðist að nefnd af þingmönnum skyldi rannsaka þetta mál. Stjórnin vildi ekki ganga að því, en nefndi þriggja dómara nefnd til þess. Parnell vildi ekki ganga að því og var frumvarpið um það ekki samþykkt fyr en 8. ágúst, en umræður um það byrj- uðu 16. júií. þessi dómaranefnd kallast «The Special Com- mission*, og byrjaði hún á málinu 22. október. Times hefur verið að leiða fram vitni, sem áttu að sanna, að þingmenn íra og þjóðfélagið írska væri óbeinlínis og beinlínis valdir og riðnir við öli hryðjuverk, morð og ódáðaverk á írlandi. Sagt er að málið kosti Times 18,000 krónur á dag. Hinn 14 desember var málinu frestað til 15. janúar. Urslit málsins verða að koma í næsta Skirni. Hagfræðingar hafa reiknað út, að ef ekki hefðu flutzt svo t , mikill grúi af Irum úr landi 1841—89, þá mundi Irland hafa haft 13 miliónir íbúa í stað 3Ví milióna, sem írland nú hefur. En raunasaga Irlands er bráðum á enda, segir Wiiliam Ewart Gladstone. Hann verður áttræður 29. desember 1889. Parnell (Charles Stewart) er ekki nema 42 ára og John Morley, sem gengur næst Gladstone að forustu og skörungskap og tekur við eptir hann, er fimmtugur. Parnell hefur verið i 13 ár á þingi og i 10 ár flokksforingi. Gladstone hefur verið á þingi í 57 ár og verið flokksforingi hérumbil 30 ár. Tveir af sonum Gladstones eru þingmenn; þriðji sonurinn er prestur á Hawarden, bú- garði hans. Gladstone hélt gullbrúðkaup sitt haustið 1888; kona hans er mesti kvennskörungur; hún hjálpar honum við ýms ritstörf og heldur jafnvel einstaka sinnum ræður, þegar hann er ekki viðlátinn. Bróðir Gladstones, 85 ára að aldri, er mót- stöðumaður hans i pólitik. Hann hefur talað og greitt atkæði móti honum alla sína daga. En þó að þeim hafi borið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.