Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 28

Skírnir - 01.01.1889, Side 28
30 ENGLANI). börðust þeir við Thibetsmenn, sem bjuggust við hjálp frá Kin- verjum, en fengu hana ekki. Kanadabúar vilja komast í nánari samband við Bandaríkin en þeir hafa verið í hingað til, en Englendingar hamla því allt hvað þeir geta, því þá yrði Kanada eitt af Bandaríkjunum áður langt liði. Manitobafylkið í Kanada er á stærð við Eng- land og Skotland til samans, ibúar þess hafa tífaldast á hálf- um mannsaldri. J>að er hveitiland mikið, og ibúunum þykir langt og dýrt að flytja hveiti eptir Kyrrahafsjárnbrautinni til Austur-Kanada. Bandaríkin eru rétt fyrir sunnan þá og þangað lögðu þeir járnbraut sjálfir, sem í október var fullgjör að þeim stað, þar sem hún verður að liggja yfir Kyrrahafs- járnbrautina. Umsjónarmaður þeirrar brautar hafði safnað liði, rak Manitobamenn burt og tók upp hluta af hinni nýlögðu járnbraut. Manitobamenn söfnuðu nú liði í gríð og ætlaði að verða heljarmikið stríð út úr þessu, en Kanadastjórn skakkaði ieikinn. Islendingar í Winnipeg fylgja Manitobamönnum að máli. Við árslok voru engin úrslit orðin á þessu máli. I Afriku hafa Englendingar átt i ófriði suður og norður, við Zúlú-Kafirana og Súdansmenn kringum bæinn Suakim við rauðahafið. Osman Digma er aðalforingi Súdansbúa. Hann laug því upp, að Mahdíinn í Khartum hefði tekið Stanley og Emin pasja höndum og kvaðst mundi leysa þá úr varðhaldi ef borgin Suakim væri gefin á vald hans. Honum var trúað um tima en svo reyndist öll saga hans lygi. Hinn 20. desem- ber vann Grenfell, herforingi Englendinga, mikinn sigur á honum og flæmdi hann burt. Englendingar hafa nú lítið lið á Egiptalandi. Tyrkir hafa gengið að samningnum um Suez- skurðinn (sjá Skírni 1888 bls. 27—28). I Skirni 1888 bls. 28 gat jeg þess, að Jósef Chamber- lain var að sem semja við Bandaríkin í Washington um mis- klíðir út af fiskiveiðum. Eptir langan tíma gekk saman og samningur sá. sem gjörður var, var lagður fyrir þingið í Washington. Efri deild neitaði með meiri hluta atkvæða að samþykkja hann. Stendur þannig við hina gömlu samninga enn, sem þykja ónógir. Salisbury jsagði í ræðu í Edinburgh, að hann fyrir sitt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.