Skírnir - 01.01.1889, Page 32
34
FRAKKLAND.
um leyfi til að mega lýsa yfir opinberlega, að hann hefði verið
boðinn fram til kosninga án vitundar og vilja hans sjálfs.
Hann fékk ekki leyfið, en birti bréf sitt í blöðunum. f)á voru
tekin af honum foringjavöld og skipuð dómnefnd af herfor-
ingjum til að dæma mál hans. Hinir tólf þingmenn, sem eru
Boulangistar (fylgisveinar Boulangers, helztur þeirra er Laguerre)
tóku sig nú saman um, að láta kjósa hann við aukakosningu
25. marz, þó hann væri enn ekki rekinn úr hernum. Bou-
langer var kallaður fyrir nefndina 23. marz í París. Við kosn-
ingar 25. marz í Laon fékk hann 45,000 atkvæði, og tveir
aðrir fengu hvor um sig 25,000 atkvæði. þannig varð að
kjósa aptur i þessu kjördæmi og Boulanger lýsti yfir, að hann
afsalaði sér þingmennskunni í hendur fylgismanni sínum Daumer,
en mundi sjálfur bjóða sig fram til kosningar 15. april í Dé-
partement du Nord (norðurfylki). Daumer var kosinn og sýndi
þetta að Boulanger vissi hvað hann fór. Hinn 27. marz var
hann dæmdur rækur úr hernum, að minnsta kosti í 5 ár, með
leyfi til að bera einkennisbúning og með eptirlaunum. Nú sendi
Boulanger kjósendunum í norðurfylki opið bréf 29. marz.
Hann kvaðst vilja heimta nýjar kosningar til þings og endur-
skoðun á stjórnarskipuninni. þingið og stjórnin væru máttlaus
og ónýt. Viðvíkjandi utanríkismálum sagði hann sama og hann
hafði sagt, þegar hann var hermálaráðgjafl: «Ef jeg óskaði
ófriðar, þá væri jeg ýieimskingi; ef jeg ekki byggi allt undir
ófrið, þá væri jeg fyrirlitlegur þorpari». Daginn eptir, 30.
marz, var ráðaneyti Tirards steypt af því það vildi ekki ganga
að því, að ræða endurskoðun stjórnarskipunarinnar sem fyrst.
Eptir 3 daga fékk Carnot forseti Floquet til að skipa ráða-
neyti. Floquet var forseti í neðri deild þings. þegar Alex-
ander annar Rússakeisari var staddur í París, fám árum eptir
að hann hefði kúgað uppreisn Pólverja, kallaði Floquet til hans
á tröppunum fyrir framan dómhúsið í París: Vive la Pologne,
monsieur (lifi Pólland, herra minn)! þetta fyrirgaf Alexander
honum aldrei og heldur ekki sonur hans Alexander þriðji. En
nokkru eptir ræðu Bismarcks, hélt Floquet sendiherra Rússa
stórveizlu og urðu þeir mestu mátar. Má af því ráða, að