Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 36

Skírnir - 01.01.1889, Page 36
38 FRAKKLAND. Sumir héldu að Boulanger mundi kollvarpa stjórninni þá þegar, en hann fór hægt og varlega. Hann vill biða, þangað til al- mennar kosningar verða haustið 1889, með að kollvarpa stjórnarskipuninni. Nú tók hann það til bragðs, sem engum datt i hug. Hann ferðaðist hurt og enginn vissi hvert hann fór. Hann sást ganga ijósum logum í Höfn, Kristianíu og Madrid sama daginn. Sum blöðin sögðu, að hann væri hjá Bismarck á Friedrichsruhe. Hann sást í Algier, Hamborg o. s. frv. Aldrei hefur verið ritað eins mikið um hann og þenna mánuð, sem hann var burtu. Floquet tók nú það ráð að máta Boulanger og lagði fyrir þing 15. október, frumvarp til endurskoðunar á stjórnarskránni. Boulanger kom á þingið var fagnað af Parisarbúum á leiðinni, en hann tók ekki til máls á þinginu. Málið var sett í nefnd og kallaði hún Bou- ianger fyrir sig, og var hann spurður, hvernig hann vildi breyta stjórnarskránni. Hann gaf ógreinileg svör og þeir veiddu ekkert upp úr honum. Hinn 25. október var hann i leikhúsi og áhoríendurnir létu eins og þeir væru ærir af gleði þegar þeir sáu hann. Hinn 27. október héldu 825 menn, tilvaldir úr öllum kjördæmum Parísar, honum veizlu; voru þar haldnar 9 ræður fyrir honum og stjórnarskrárbreytingunni. Sjálfur hélt hann hina tiundu ræðu og lét ekki litið yfir sér. Síðan ók hann heim (hann ekur ætíð en gengur ekki eptir götunum í París) og var borinn úr vagninum upp í hús sitt. Hinn 30. október giptist dóttir hans fátækum undirforingja, Driant að nafni. Margt stórmenni kom til hjónavígslunnar og 200 lög- reglumenn héldu vörð um vagn hans, en vinnumenn ruddust gegnum þá til að heilsa honum með handabandi. Einn af foringjum konungssinna, Marquis de Bréteuil, sem er trúnaðar- maður greifans af París, sagði i veizluræðu í Marseille: Bou- langer er kúla, sem vér skjótum i brjóst stjórninni og opnum oss þannig skarð, sem vér göngum inn um og drepum þjóð- veldið, eða öllu réttara það stjórnarfyrirkomulag, sem nú er. Einn af mótstöðumönnum Boulangers, Jules Simon ritaði langa og fróðlega grein, sem sýnir hvað líkt var um Napóleon þriðja 1848 og Boulanger nú, enda muni hann fá sömu afdrif

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.