Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 39

Skírnir - 01.01.1889, Page 39
FKAKKLAND. 41 gríska og latína yrðu að rýma til meir en að undanförnu fyrir nýju málunum. í ágústmánuði var stórkostlegt verkfall i Paris. Vinnu- menn, þjónar, vagnstjórar o. s. frv. gengu iðjulausir í stór- hópum og heimtu hærri laun. þeir brutu glugga og gerðu ýms spellvirki. Lögregluliðið gat naumlega hamið þá. Bæjar- stjórnin í Paris borgaði hærri vinnulaun en aðrir, og var það helzta tilefnið til verkfallsins; æsingamenn spönuðu vinnu- menn upp. Einn þeirra, Eudes, varð bráðkvaddur meðan hann var að halda ræðu og fyigdu 15,000 manns honum til grafar. f>eim lenti á leiðinni saman við lögreglulið og herlið og voru margir særðir og handteknir. Sprengikúlu var kastað á lög- reglustofu, en gerði engan skaða. Stjórnin lét loka samkomu- húsi vinnumanna. Nefnd, valin af bæjarstjórninni, átti að gera Út um málið, en húsbændurnir vildu ekki ganga að því. Svo hætti verkfallið smámsaman. Eigendum Panamaskurðarins Iá við peningaþrotum og vildu þeir fá stjórnina til að taka að sér skurðinn, en þingið gekk ekki að þvi. Lesseps gamli, sem nú er 84 ára, kom samt með sinni járnhörku og dugnaði Panamafélaginu á lagg- irnar aptur, Boulanger hefur styrkt það og 15,000 vinnumenn við skurðinn eru aptur teknir til starfa, Lesseps lauk 1869 við Suezskurðinn og byrjaði að grafa þenna skurð 1881 um haustið. Hann verður 54 enskar mílur (11‘/s danskar) á Iengd. f>að verður að grafa upp 3581 milión teningsfet af mold og grjóti. Skurðurinn á að vera búinn 1890, Hinn franski vísindamaður, efnafræðingurinn Chevreul, varð 103 ára gamall 1888 og er fágætt, að miklir vísindamenn nái jafnháum aldri, Frakkar vörðu árið 1888 1000 miliónum fránka til auka- útgjalda við her sinn. Freycinet var hermálaráðgjafi í ráða- neytinu og hefur hann verið mjög natinn við að sjá um að víggirðingar og allt. er til herbúnaðar heyrir, væri sem bezt úr garði gjört. Skáldsöguhöíundurinn Emile Zola ritaði þetta ár skáldsögu «Le Réve» (draumurinn), sem fer í allt aðra stefnu en aðrar skáldsögur hans, og getur hvert stúlkubarn lesið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.