Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 44

Skírnir - 01.01.1889, Side 44
46 MZKALAND. í blöðunum, en krónprinsinn játaði að þetta væri satt og var samur við Blumenthal eptir sem áður. Arið 1870 stýrði hann þeim her, sem átti hina fyrstu bardaga við Frakka (Weissenbourg, Wörth) og sigraði Mac Mahon. Hann var í orustunni við Sedan og sat um París. Bæjarar (Baiernsmenn), Wiirtembergsmenn og Badensmenn voru undir hans stjórn, og þeim, sem annars er ýmu- gustur á Prússum, líkaði svo vel við hann, að þeir kölluðu hann: «Unserer Fritz». Hann kom til Hafnar 1878 og var vel fagnað, þó að Danir ætti um sárt að binda. Vinir hans og óvinir játuðu að hann væri hinn mesti ágætismaður og líklegur til að létta af Evrópu því ófriðarfargi, sem ár eptir ár liggur þyngra á henni. Gladstone minntist hans með fögrum orðum í ræðu á þingi, og likt var um flest þing í Evrópu. Eptir dauða hans harðnaði rimman milli hinna þýzku lækna og Mackenzies. Ovildin gegn honum kom mikið til af því að hann var enskur. Samt voru ekki aliir jpjóðverjar and- stæðir honum. Stundum þegar hann ók með keisara var kastað seðlum upp i vagninn og stóð á þeim: Machen Sie den Kaiser gesund (gjörið þér keisarann heilan). þ>að er orða- leikur með Macken-zie og Machen Sie. Hinn 10. júli kom út lýsing á sjúkdómi keisarans gefin út af stjórninni í Berlín og samin af 10 þýzkum læknum. f>eir báru Mackenzie illa sög- una og sögðn að vorið 1887, þegar þýzkir lælcnar sögðu, að krabbamein gengi að krónprinsinum og bezt væri að skera það burt áður en það yxi nokkuð að mun, þá hefði hann einn sagt, að það væri ekki krabbamein. f>að var nú almæli með þjóðverjum, að Mackenzie hefði af pólitiskum ástæðum leynt sjúkdómi keisarans. Ef það hefði orðið sannað, að sjúk- dómur Friðriks keisara væri ólæknandi, þá hefði hann að lög- um aldrei tekið við keisaratign. Blöðin þýzku réðust á keisara- drottninguna á ýmsar lundir. Einn af hínum 10, sem sömdu hina alræmdu sjúkdómslýsingu, hefur nú verið valinn til rektors við háskólann í Berlin og tekinn fram yfir hinn heimsfræga visinda- mann Virchow. f>að þótti undarlegt að keisarhöllin var umkringd af varð- liði strax eptir dauða keisarans og mátti enginn inn komast; var síðan höfð leit, en ýmislegt fannst ekki, sem leitað var

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.