Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 46

Skírnir - 01.01.1889, Page 46
48 ÞÝZKALAND. Ráða menn af því, að pólitisk mál hafi verið rædd. Ekki vita menn að hverri niðurstöðu þeir hafa komizt, en Bismarek sagði þó um þetta leyti, að nú væri friðnum borgið í mörg ár. Síðan fór keisarinn á flota sínum til Stokkhólms. Oskar kon- ungur sigldi á móti honum með flotadeild og var honum fagn- að forkunnar vel í Stokkhólmi, enda lofaði hann þjóðina og landið í ræðu sem hann hélt þar. Hann stóð ekki við nema tvo daga, því hann frétti að drottningin í Berlín hefði eignast sveinbarn. því næst fór hann til Hafnar. Kristján niundi mætti honum í sundinu á gufuskipinu Dannebrog. Nokkur sprengiskip (Torpedoer) undir stjórn Valdimars prins fylgdu skipinu. Keisarinn sté í land um hádegisbil 30. júlí og fór af stað aptur um kveldið kl. 11. Hann skoðaði sýninguna og og var óspar á krossum og heiðursmerkjum. Keisarinn er þéttur á velli að sjá, en nokkuð unglegur og ólceisaralegur. Herbert Bismarck er höfði hærri en hann, enda er hann risa- vaxinn maður; í andliti er hann eptirmynd föður síns. Danir tóku keisaranum þegjandalega; á einum stað ætluðu þeir að blístra, þegar hann ók framhjá, en varð ekki af því. I veizlu, sem haldin var á Amalienborg, þakkaði Kristján níundi í stuttri ræðu fyrir komuna og keisari svaraði, að hann vonaði, að hann gæti komið hingað aptur. Á heimleiðinni um þýzkaland frá Kiel kom hann við á Friedrichsruhe, hallargarði Bismarcks. Oskar Svía- og Norðmannalconungur lofaði að halda syni keisarans undir skírn og gerði hann að admiral í Svíaflota, en fékk sjálfur foringjanafnbót af honum í staðinn. Frakkar sögðu að allt þetta ferðalag væri ætlað móti sér til að ein- angra sig og yfirstíga sig. því næst fór hann um haustið til Austurríkis og Italíu, en ekki heimsótti hann ömmu sína Viktoríu Englandsdrottningu. Hún hafði líka tekið svo kulda- lega við sendimanni þeim, er tilkynnti henni, að Vilhjálmur annar væri kominn til ríkis, að maðurinn fór um hæl heim aptur. Vilhjálmur keisari fór fyrst um Suður-þýzkaland og hitti konungana í Baiern og Wúrtemberg í höfuðborgum þeirra, Múnchen og Stuttgart. Var þar mikið um dýrðir. Síðan fór hann til Vínar. Frans Jósef keisari hélt honum stórveizlu og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.