Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1889, Síða 49

Skírnir - 01.01.1889, Síða 49
ÞÝZKALAND. 51 fyrir miðjan septembermánuð, stóð kafli sem hét: «Aus Kaiser Friedrichs Tagebuch, 1870—71» (Ur dagbók Friðriks keisara, 1870—71). f>ar sást, að þeim Friðrik og Bismarck hefur borið margt á milli og að hugmyndin um að gera Prússakonung að þýzkalandskeisara er meir runnin frá Friðrik en Bismarck. Bismarck lét strax gera tímaritið upptækt og eptir nokkra leit kom upp, að leyndar-jústitsráð, prófessor, Dr. juris Geífcken í Hamborg hefði sent ritstjórninni þenna kafla. Bismarck sagði i bréfi til keisara, að dagbókin væri fölsuð og fékk leyfi til að höfða mál gegn Geffcken fyrir landráð. Geffcken var settur í fangelsi hinn 29. september og átti rikisrétturinn i Leipzig að rannsaka málið og dæma það. Rannsóknin endaði 4. janúar 1889 og var þá strax kveðinn upp dómur svo látandi, að það væri reyndar ástæða til að halda, að Geifcken hefði látið prenta ýmislegt, sem nauðsynlegt var fyrir ríkið að leyna, en aptur væri ekki ástæða til að halda, að hann hefði vitað það. Hann var dæmdur sýkn og leystur úr fangelsi eptir meir en 3 mánaða fangelsisvist og skyldi ríkið borga málskostnað. þetta var kjaptshögg fyrir Bismarck, sem lét höfða málið. Um árslokin kom fyrir atvik, sem heldur ekki var Bismarck til frægðar. Kölnische Zeitung, eitt af aðalblöðum Bismarcks, kom með þá ákæru gegn Morier, sendiherra Englendinga í Pétursborg, að hann hefði gefið Bazaine njósnir um hinn þýzka her 1870. Morier skrifaði Herbert Bismarck og bað hann að bera þessa lygi aptur, því hann hefði fleygt þessu í Lundúnum áður en það kom í Kölnische Zeitung. Herbert svaraði ekki og þá setti Morier i Lundúnablöðin bréf frá Bazaine, sem neitaði þessu. Spannst nú löng blaðarimma út úr þessu. þýzkur her- foringi kvað Bazaine hafa sagt þetta, sem borið er á Morier, við sig. En skriflegt vottorð er ætíð meira vert en munnlegt. Ekkja Vil- hjálms fyrsta, Agústa, neitaði á prenti, að hún hefði borið í Morier 1870 njósnir um her þjóðverja. Eptir þetta hefur verið kalt um stund milli Englendinga og þjóðverja og þykir Bis- marck og blöð hans hafa orðið undir í þessu máli. það er enn þá fleira, sem hefur amað Bismarck. í Austur- Afríku og á Samoaeyjunum í Ástraliu hafa þjóðverjar landnám en hafa litla frægð af því. í Austur-Afríku voru embættis- 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.