Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 50

Skírnir - 01.01.1889, Page 50
52 ÞÝZKALAND. menn þeir, sem hið þýzka nýlendufélag hafði sett i bæina á Zanzibarströndinni, myrtir eða reknir burt aflandsbúum; höfðu þeir unnið það til saka, að þeir óvirtu trú landsbúa og siði og fóru hranalega að þeim, drógu upp þýzka fána, þar sem þeir gátu komið þvi við o. s. frv. þýzk herskip voru send þangað og gerðu þjóðverjar spellvirki hingað og þangað fram með ströndinni, en hættu sér ekki upp í land; þeir skutu þorpið Vindi gjörsamlega niður með sprengikúlum 31. október. En meira fengu þeir ekki að gjört, Englendingar vildu ekki styrkja þá nema á sjó, til að hamla þrælaverzlun og herferð í Afríku er enginn hægðarleikur. Siðan 2. desember hafa Englendingar, þjóð- verjar og ítalir skip á vakki fram með ströndinni, sem banna þrælaflutning frá landi og vopnaflutning inn í landið. þjóð- verjar höfðu misst alla fótfestu á meginlandinu þessu megin Afríku um nýjár 1889. í Skírni 1888 bls. 48 gat jeg þess, að þjóðverjar tóku Malietoa konung á Samoaeyjunum höndum og fluttu hann burt. þeir settu i stað hans undirlægju sína, Tamasese, en eyjarskeggjar vildu ekki hafa hann og tóku sér annan konung, sem hét Mataafa. þessir tveir konungar börðust nú um ríkið og bar Mataafa ætið hærri hlut í viðskiptum þeirra, þó þjóð- verjar hjálpuðu hinum. Er af því auðsætt, að eyjarskeggjar vilja ekki þýðast þann konung, sem þjóðverjar hafa troðið upp á þá. Um jólaleytið biðu þjóðverjar ósigur í bardaga við eyjarskeggja. Bandaríkin eru mjög óánægð með atferli þjóð- verja á eyjunum og hafa sent þangað þrjú herskip, jafnmörg og þjóðverjar, til að gæta þess, að ekki sé þröngvað rétti Amerikumanna, sem þar búa o. fl. þjóðverjar kvarta aptur yfir því, að maður úr Bandaríkjunum, Klein að nafni, hafi verið í broddi fylkingar fyrir eyjarskeggjum, spanað þá upp o. s. frv. þing þjóðverja hefur starfað margt og mikið á þessu ári, Fyrst samþykkti það frumvarp til laga um að velja skuli þing- menn til 5 ára í stað 2 ára eins og verið hefur. Lögin gegn sósíalistum vildi stjórnin gjöra strangari og láta þau gilda í 5 ár. Voru harðar umræður um þau. Einn af þingmönnum sósíalista sagði frá, að stjórnin héldi úti mönnum (agents pro- vocateurs), sem lifðu saman við illvirkja og óaldarlýð, spönuðu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.