Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 59

Skírnir - 01.01.1889, Side 59
RÚSSLAND. 61 klungur og eyðimerkur að fara. það væri mesti þjösnaskapur og asnaskapur, segir Dilke, að ieggja út i slíkt. I Persíu sitja sendiherrar Rússa og Englendinga sinn við hvort eyrað á Persakonungi. þar mætast tveir seigir, en kon- ungur veit ekki sitt rjúkandi ráð, hverjum hann á að geðjast. Ef hann vilnar eitthvað i við annan, þá verður hann ætið að vilna eitthvað i við hinn. þannig leiða Rússar og Englendingar saman hesta sina hingað og þangað, en þó eru ýmsir sem vilja koma þeim í bandalag. Helztir þeirra eru Morier sendiherra Englend- inga i Pétursborg og Stead, ritstjóri blaðsins Pall Mall Gazette. Stead ferðaðist um Rússland sumarið 1388, dvaldi lengi á búgarði hins mikla skálds Tolstojs, og ritaði þaðan mjög fróðleg bréf til blaðs sins. Hann hefur haft tal af mörgum málsmetandi mönnum á Rússlandi, og segir Stead, að það sé ekki satt sem menn halda, að Rússar vilji kveikja ófrið í Evrópu. Morier hefur komið á samning milli Engiendinga og Rússa um verzlun í Siberiu. Ignatieff og fleiri merkismenn Rússa vilja eiga vingott við Englendinga, en þjóðverjum vilja þeir engin grið gefa heldur koma þeim á kné, ef þess verður auðið, til fulls og alls. þýzkur maður, Brucker, hefur ritað bók, sem hann kallar «Die Europáisirung Rússlands». Hann segir að Rússar eigi hægra með að læra mál og semja sig að siðum annara, en nokkur önnur þjóð. það sé engin furða, þó þeir hafi jetið upp alla Norður- og Mið-Asíu að kalla. Hinn 27. júlí héldu Rússar hátíð i Kijeff í minningu þess, að 900 ár voru liðin síðan Vladimir, stórfursti af Kijeff, tók kristna trú og kristnaði þegna sína. Strossmayer biskup sendi heillaóskir þangað og var sneyptur af Austurríkiskeisara fyrir það (sjá Austurríkisþátt). Sendimenn komu frá Serbíu og Búlgaríu til að færa hinu heilaga Rússlandi sína hollustu; jafn- vel frá Rúmenum, sem eru af öðru bergi brotnir, þó þeir séu sömu trúar og Rússar, komu kierkar á þessa hátíð. Yfirhöfuð hallast þjóðirnar á Balkansskaga meir og meir að Rússum og frá Austurríkismönnum. þegar þetta er skrifað (apríl 1889) hefur Karl Rúmeníukonungur, sem er af Hohen-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.