Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 61

Skírnir - 01.01.1889, Page 61
TYRKLAND. 63 á Finnlandi nú en áður, enda eru þeir tæpur sjöundi hluti af ibúum Finnlands. Finnar vilja nú hafa allt á finnsku, en í borgunum bera Svíar þá samt enn ofurliði. í Skírni 1888 gat jeg um rímnakveðskap Rússa. Jeg heyrði Rússa kveða rímur í Höfn sumarið 1888 og draga þeir seiminn i endanum á hverri visu rétt eins og íslendingar. Tyrkland. Hundtyrkinn er bæði skuldseigur og lífseigur. (Gladstone). f>ó undarlegt megi þykja, þá má samt segja, að Tyrkland hefur á þessu ári orðið áfast við Evrópu. Hinn 12. maí var lokið járnbraut frá Serbíu til Saloniki í Makedoniu við Grikk- landshaf; þessi grein út úr járnbrautaneti Evrópu er hin fyrsta sem nær að því hafi. Hinn 12. ágúst var lokið járnbraut þvert yfir Búlgaríu til Constantinopel (Miklagarðs), og er Constantino- pel þannig orðin járnbrautarföst1), ef svo mætti að orði komast, við Evrópu. Margir spá að þetta sé ills viti fyrir Tyrkjann og hann eigi nú skammt eptir ólifað. En Tyrkinn er lífseigur. Ferdinand af Kóburg situr í Sofía, höfuðborg Búlgaríu, og lætur eins og vind um eyrun þjóta hallmæli Tyrkjans og stórveldanna. Stambúloff, sem áður er getið, stýrir í raun réttri landinu; hann er bæði vitur og einbeittur maður og hafa ýmsir fengið að kenna á því. Búlgarar sumir vilja fá skaðabætur af Tyrkjasoldáni fyrir spellvirki Tyrkja 1876—78, en Soldán vill ekki borga. það væri llklega ókljúfandi fyrir hann að borga allt það tjón, sem Tyrkinn hefur gert öðrum i siðustu 2—3 hundruð ár. Annars gætu Vestmannaeyingar sent mann til Miklagarðs að heimta fé af Soldáni. Tyrkinn er skuldseigur og gengst ekki fyrir góðu (það vita Rússar), svo það er óvíst hvort Vestmannaeyingar hefðu nokkuð upp úr ferðinni. ) sbr. landfastur o. s. frv.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.