Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 67

Skírnir - 01.01.1889, Page 67
EÝZKALAND. 69 Noregur og Svíþjóð. Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Vinstri menn sitja að völdum í Noregi, og þeir geta tekið sér i munn þetta máltæki. Hægri menn sitja að völdum í Sviþjóð og þeir geta líka tekið sér það í rnunn. Einkum á það þó við Jóhann Sverdrup, sem hefur setið á veldisstóli ráðaneytis í Noregi síðan 1884. Sá stóll er nú orðinn svo valtur, að það er varla sitjandi á honum. Allt árið 1888 hafa ráðgjafarnir verið að smátínast úr ráðaneytinu. Aður en þingi var slitið sumarið 1888, höfðu fjórir farið úr því. Helztur þeirra, sem voru teknir upp í ráðaneytið í staðinn, var W. S. Dahl sýslumaður. Áður en þinginu var slitið, kom Steen forseti með þá uppástungu, að þingið skyldi lýsa yfir vantrausti sínu á stjórn Jóhanns Sverdrups. Stóðu umræður um það í marga daga og var það loksins fellt með 14 atkvæða mun. þvi næst fóru fram kosn- ingar til þings um sumarið og öndvert haustið. Björnstjerne Björnsson ferðaðist og hélt ræður á fundum, en það dugði ekki. Vinstri flokkarnir gerðu hvor öðrum allt til meins og hægri menn unnu því mikinn sigur. A þinginu höfðu setið 84 vinstri menn og 30 hægri menn. |>egar kosningunum var lokið sátu á þinginu 54 hægri menn, 33 vinstrimenn og 27 Sverdrups- menn eða Oftedælir, sem þeir kallast er fylgja Oftedal eða Sverdrúpunum (Jóhanni og Jakob). Hefðu hægri menn fengið 58 þingmenn, þá hefðu þeir ráðið lögum og lofum á þinginu. Eins og nú var komið, mátti segja að Sverdrups ráða- neyti lifði af náð hægri manna. Vonir vinstri manna um að gullöld mundi renna upp í Noregi, þegar Sverdrup komst til valda, hafa þannig brugðizt. Margir vinstri menn hallmæla honum ótæpt, og sumir þeirra segjast heldur vilja láta hægri menn skipa ráðaneyti, en að Jóhann sitji kyrr í sínum sessi. Henrik Ibsen varð sextugur 20. marz 1888, og gaf Henrik Jæger í Kristianíu út æfisögu hans «Henrik Ibsen 1828—88» nokkrum dögum siðar. Ibsen er fæddur í Skien suðvestan til i Noregi og var lyfjabúðarsveinn í æsku. Hann hafði ort mörg kvæði áður en hann fór að rita leikrit, en hætti þá að mestu leyti

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.