Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 69

Skírnir - 01.01.1889, Page 69
NOREGUR OG SVÍtJÓÐ. 71 Sofía Svíadrottning hefur dvalizt iengi í smábæ á Englandi við sundið milli Frakklands og Engiands sér til heilsubótar. í þeim bæ giptist Oskar, sonur hennar, fátækri stúlku af sænskum aðalættum, sem hét Ebba Munck. Prinsinn settist síðan að í Karlskrona og nefndist Bernadotte. þetta kvonfang mæltist alstaðar vel fyrir. Mestur hlutinn af hinu mikla riti Viktor Rydbergs «Under- sökningar i germansk Mythologi» er nú kominn út. Anderson, sendiherra Bandaríkjanna i Höfn, þýðir það á ensku og það kemur út jafnsnemma í Lundúnum. Skáldið Strindberg1) ritar nú mestmegnis leikrit og er um- svifamikill í þvi sem öðru. Hann vill breyta leiksviðinu, út- búnaði leikenda o. s. frv. og gjöra allt einfaldara og óbrotnara en nú er. Skáldið A. U. Bááth hefur þýtt margar af Islendingasög- um á sænsku og Jenny Nyström hefur málað ágætar myndir í þær. Önnur ríki í Evrópu. I Belgiu, Hollandi, Sviss, Portúgal, á Spáni og Grikklandi hafa engin merkis-tíðindi gerst árið 1888. Hollendingakonungur Vilhjálmur þriðji hjarir enn á lifi, en fæst ekki við stjórnarstörf. Spánarkonungur Alfons þrettándi, er ekki meir en tveggja ára gamall enn þá. Sumarið 1888 var sýning í Barcelona og var hann þar með móður sinni Kristínu. Óvitinn varð að hlusta þar á ræður og leiddist honum það heldur en ekki. Georg Grikkjakonungur hélt afmæli 25 ára stjórnar sinnar árið 1888. það hefur ekki komið áður fyrir, svo jeg viti til í sögunni, að faðir og sonur hans hafi haldið afmæli 25 ára konungsdóms sama árið hvor um sig. þegar Georg kom tíl, ríkis, hafði Grikkland 1,200,000 ibúa, en nú hefur það 2,200,000 og hefur tekið miklum framförum i allar stefnur. l) Sjá Skírni 1888 bls. 65.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.