Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 70

Skírnir - 01.01.1889, Page 70
72 Afríka. Bula Matari (Klettabrjótur) er ósigrandi. (Afrikumenn um Stanley). Stanley. þrjú bréf hafa nýlega borizt frá Stanley og er hið síðasta þeirra ritað 4. september 1888 á Bungangeta-ey í Aruwimi- fljótinu. Eitt er til «Emin Relief Society» (félag til að bjarga Emin), annað til Bruce, tengdasonar Livingstones, og hið þriðja til «Geographical Society» (Landkönnunarfélagsins) í Lundúnum. I júní 1887 yfirgaf Stanley herbúðir sínar í Yambuya við Aruwimifljótið, sem rennur ( Congófljótið, og lét þar eptir «Major» Barttelot með 257 manns, og vistir; átti hann að koma í hægðum sínum í hömáttina eptir Stanley ef svo skyldi bera til að hann yrði vistþrota eða neyddist til að hverfa aptur. Stanley hitti í ágústlok Arabahöfðingja einn, þrælasölumann, og skildi eptir hjá honum 56 veika menn og borgaði vel fyrir þá, 5 dollara á mánuði. Síðan leyndust 26 af mönnum Stanleys burt frá honum. Hann varð að láta hengja tvo menn til að halda saman mönnum sínum. Stanley fór lengi fram með Aruwimi og átti ýmsa bardaga; eitruðum örvum var skotið á hann og menn hans Og 2 af mönnum hans svikust burt. Veika menn flutti hann á bát eptir fljótinu. Stanley fór Congóleið- ina af því meðal annars, að hann hélt, að hann mundi ekki hitta Araba á þeirri leið. En honum varð ekki að því. J>ví næst komst Stanley í voðalegar ófærur. Hann kom inn í ákaflega þéttan skóg, sem hann varð að höggva sig gegnum og sá ekki sólarskímu liðlangan daginn. þar var fullt af villi- dýrum og dvergvaxin þjóð, sem bjó um þessar slóðir, skaut á þá eitruðum örvum úr fylgsnum sínum. þessir dvergar heita Wambuti og Stanley segir, að þeir séu þjófgefnir, huglausir og illmenni. I skóginum var loptið svo hráslagalegt, að margir af mönn Stanieys veiktust og dóu. þeir lifðu á jurtarótum, á hnetum og sveppum og þoldu hungur og þorsta. Hann komst út úr skóginum 5. desember og lifðu þá 174 eptir af 389, sem hann lagði af stað með. því næst barðist hann til matar og náði í nautpening. Menn hans voru skinhoraðir og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.